Fara í efni
Umræðan

50 mega koma saman og skemmtistaðir opnaðir

Stefnt er að því að aflétta öllum sóttvarnartakmörkunum vegna Covid-19 á næstu sex til átta vikum. Frá og með miðhætti taka ýmsar breytingar gildi að því er heilbrigðis- og forsætisráðherra kynntu eftir fund ríkisstjórnarinnar í morgun.

Helstu breytingar eru þessar, að því er segir á vef stjórnarráðsins:

  • Almennar fjöldatakmarkanir fari úr 10 í 50 manns.
  • Nándarregla fari úr 2 metrum í 1 metra.
  • Óbreytt grímuskylda, sem tekur þó almennt mið af nándarreglu.
  • Sund-, baðstaðir, líkamsræktarstöðvar og skíðasvæði mega hafa opið með 75% afköstum.
  • Íþróttakeppni verði áfram heimil með 50 þátttakendum og áhorfendur séu leyfðir á ný.
  • Hámarksfjöldi í verslunum geti mest orðið 500 manns.
  • Skemmtistöðum, krám, spilastöðum og spilakössum verði heimilað að opna á ný.
  • Veitingastöðum, þ.m.t. krám og skemmtistöðum, verði heimilt að hleypa inn nýjum viðskiptavinum til kl. 23.00 en gestum verði gert að yfirgefa staðina á miðnætti.
  • Á sitjandi viðburðum verði heimilt að taka á móti allt að 500 gestum í hverju hólfi, viðhalda skuli 1 metra nándarreglu milli óskyldra aðila auk grímuskyldu. Ekki verði þörf á hraðprófum.
  • Í skólum verði óbreyttar takmarkanir, þó þannig að þær verði aðlagaðar framangreindum tilslökunum eftir því sem við á.

Reglugerðin gildir í tæpar fjórar vikur, til og með 24. febrúar.

Smellið hér til að sjá nánari upplýsingar

Ef við getum ekki lækkað fasteignaskatt, þá eigum við að hagræða

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
03. júlí 2025 | kl. 14:00

Verulegt rými til framfara

Árni Guðmundsson skrifar
02. júlí 2025 | kl. 11:00

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45

Hver borgar brúsann?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. júní 2025 | kl. 12:00

Börn eiga skilið að alast upp í friði – þrátt fyrir breyttar aðstæður

Halldóra K. Hauksdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 16:30