Fara í efni
Umræðan

300 mega koma saman - veitingastaðir opnir lengur

Alls mega 300 manns koma saman hér á landi frá og með miðnætti, þegar ný reglugerð tekur gildi, en voru aðeins 150 skv. þeirri reglugerð heilbrigðisráðherra vegna Covid-19 sem gilt hefur undanfarið. Grímuskylda verður áfram á viðburðum þar sem fólk situr en fjarlægðarmörk eru aftur á móti komin niður í einn metra, í stað tveggja. Veitingastaðir mega vera opnir klukkustund lengur en verið hefur, til miðnættis, og síðustu gestir þurfa að vera farnir út klukkutíma síðar.

Helstu breytingar á samkomutakmörkunum frá og með morgundeginum eru þessar:

  • Almennar fjöldatakmarkanir 300 manns. Börn fædd 2015 og síðar áfram undanþegin.
  • Nándarregla einn metri í stað tveggja.
  • Sitjandi viðburðir: Engin krafa um nándarmörk. Áfram grímuskylda og að hámarki 300 manns í hverju sóttvarnahólfi. Með sitjandi viðburðum er átt við leikhús, íþróttaviðburði, athafnir trúar- og lífsskoðunarfélaga, ráðstefnur og viðlíka.
  • Veitingastaðir: Opnunartími veitingastaða lengist um klukkustund, frá kl. 23 til miðnættis. Gestir þurfa að hafa yfirgefið staðinn fyrir kl. 01.00.
  • Gildistími: Reglugerð sem felur í sér ofangreindar breytingar á samkomutakmörkunum innanlands mun gilda til og með þriðjudagsins 29. júní næstkomandi.

 

Mikilvægara en veiðigjöldin

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
09. júlí 2025 | kl. 15:00

Að klára verkefnin – hvað er í gangi á Ásnum ?

Jón Stefán Jónsson skrifar
07. júlí 2025 | kl. 08:50

Ef við getum ekki lækkað fasteignaskatt, þá eigum við að hagræða

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
03. júlí 2025 | kl. 14:00

Verulegt rými til framfara

Árni Guðmundsson skrifar
02. júlí 2025 | kl. 11:00

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45