Fara í efni
Pistlar

Ungt íshokkífólk keppti í Stokkhólmi

Fríður hópur ungmenna ásamt fylgiliði á svellinu í Stokkhólmi. Mynd: Ólafur Örn Þorgrímsson.

Sextán ungir og efnilegir íshokkíleikmenn Skautafélags Akureyrar tóku nýverið þátt í Uplandia Trophy í Stokkhólmi – alþjóðlegu íshokkímóti á vegum Sweden Hockey Trophy, sem sérhæfir sig í sterkum unglingamótum víðs vegar um Evrópu. Keppt var í AA deild, þar sem hörð samkeppni ríkir og öflug lið víðs vegar að tóku þátt. 

Pökkurinn flýgur, en markvörðurinn tilbúinn að grípa með hanskanum. Mynd: Ólafur Örn Þorgrímsson.

Í tilkynningu um ferð ungmennanna til Stokkhólms segir meðal annars: „Mótið fór fram dagana 11.–13. apríl og stóðu leikmenn SA sig afburða vel, bæði innan og utan íssins. Þeir sýndu sterka liðsheild, baráttu og góða framkomu og fengu dýrmæta reynslu sem mun nýtast þeim vel í framtíðinni – bæði sem íþróttafólk og einstaklingar. Sweden Hockey Trophy er í eigu Sergei Zak, sem margir íslenskir íshokkíaðdáendur þekkja. Sergei lék með Skautafélaginu Birninum í Reykjavík á árum áður og hefur í dag byggt upp einn öflugasta mótavettvang Evrópu fyrir unga íshokkíleikara.“

Myndirnar með fréttinni tók Ólafur Örn Þorgrímsson

Blágreni

Sigurður Arnarson skrifar
30. apríl 2025 | kl. 16:30

Hús dagsins: Minjasafnskirkjan (Aðalstræti 56)

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
29. apríl 2025 | kl. 13:45

Bravo

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
28. apríl 2025 | kl. 11:30

Pétur læknir

Jóhann Árelíuz skrifar
27. apríl 2025 | kl. 06:00

Bjóðum þjófa og slordóna velkomna

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
26. apríl 2025 | kl. 06:00

Amma Kristín

Kristín Aðalsteinsdóttir skrifar
25. apríl 2025 | kl. 06:00