Fara í efni
Pistlar

Þórsarar taka á móti Selfyssingum í kvöld

Daniel Birkelund þjálfari Þórs og lærisveinar hans fá Selfyssinga í heimsókn í kvöld. Í baksýn er markvörðurinn Nikola Radovanovic. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Karlalið Þórs í handbolta hefur verið dálítið brokkgengt í upphafi efstu deildar Íslandsmótsins, Olís deildarinnar, verið nálægt því að vinna Val á heimavelli, tók stig á móti FH á útivelli í leik sem hefði getað unnist, en tapaði síðan með átta marka mun fyrir HK í Höllinni í liðinni viku. Þórsarar voru jafnir HK að stigum fyrir 7. umferðina, en sátu eftir í 11. sæti, því næstneðsta í deildinni, eftir tapið fyrir HK. Nú er strax komið að öðrum heimaleik þegar Selfyssingar mæta í Höllina í dag.

  • Olísdeild karla í handknattleik
    Íþróttahöllin á Akureyri kl. 18:30
    Þór - Selfoss

Selfyssingar eru með stigi meira og eru sæti ofar en Þór, hafa unnið tvo leiki og gert eitt jafntefli, en Þórsarar hafa aðeins unnið einn leik hingað til og gert tvö jafntefli. Selfoss tapaði með fimm marka mun fyrir FH á heimavelli í síðustu umferð.

Ég sagðist vera hætt að berjast ...

Urður Bergsdóttir skrifar
24. október 2025 | kl. 15:00

Er langt eftir?

Þórgunnur Oddsdóttir skrifar
24. október 2025 | kl. 15:00

„Við eigum framtíðina – og hún á að vera jöfn“

Arna Jakobína Björnsdóttir skrifar
24. október 2025 | kl. 14:30

„Þú ert svo heppin“

Katla Ósk Káradóttir skrifar
24. október 2025 | kl. 12:00

Líffjölbreytileiki í skógum

Sigurður Arnarson skrifar
22. október 2025 | kl. 20:00

Illkynja geðsjúkdómar

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
22. október 2025 | kl. 13:30