Fara í efni
Pistlar

Þór/KA mætir Tindastóli á Dalvíkurvelli í dag

Una Móeiður Hlynsdóttir hvergi smeyk og setur höfuðið undir sig í baráttu við Maríu Dögg Jóhannesdóttur í leik liðanna sem fram fór á Þórsvellinum í Bestu deildinni í fyrra. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Þór/KA og Tindastóll hefja leik í Mjólkurbikarkeppni kvenna í knattspyrnu í dag í 16 liða úrslitum. Liðin mætast á óvæntum velli á óvæntum tíma, en leikurinn fer fram á Dalvíkurvelli og hefst kl. 12 á hádegi. 

Tindastóll er heimaliðið í þessum leik, en ástæða þess að leikið er á Dalvík er að vallahallæri er á Norðurlandi vestra eins og staðan er í dag. Sauðárkróksvöllur, gervigrasvöllurinn sem byggður var fyrir fjórum árum, er ekki nothæfur fyrir meistaraflokksfótbolta vegna skemmda sem urðu í leysingum í lok apríl. Grasvellir á svæðinu eru ekki heldur klárir til notkunar. Tindastóll hefur því þurft að bregða á það ráð að spila heimaleiki sína annars staðar eða að skipta á heimaleik, eins og gert var með leik liðsins gegn Breiðabliki í Bestu deildinni. Þá hafa Sauðkrækingar spilað einn heimaleik á Akureyri, en leita nú til Dalvíkinga um heimavöll í þessum leik. Gestirnir í Þór/KA eiga því fyrir höndum styttra ferðalag í leikinn en heimalið Tindastóls.

Ástæða leiktímans er sú að heimamenn í Dalvík eiga leik í Lengjudeild karla kl. 16:30 í dag. 

Þakklæti

Guðrún Arngrímsdóttir skrifar
16. desember 2025 | kl. 06:00

Þegar mamma eyðilagði jólin

Þráinn Lárusson skrifar
14. desember 2025 | kl. 17:00

Orustan um Waterloo

Jóhann Árelíuz skrifar
14. desember 2025 | kl. 06:00

Gefjun skóp ekki annan Játvarð Loðvík

Orri Páll Ormarsson skrifar
12. desember 2025 | kl. 12:00

Hvenær kemur flugstöðin?

Sverrir Páll skrifar
10. desember 2025 | kl. 17:00

Gráþröstur

Sigurður Arnarson skrifar
10. desember 2025 | kl. 12:30