Fara í efni
Pistlar

Takmarka heimsóknir á ný vegna Covid-19

Viðbragðsstjórn Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) hefur ákveðið að takmarka heimsóknir til sjúklinga á ný vegna Covid-19. Tveir liggja nú á SAk með kórónaveiruna.

„Covid-19 faraldurinn hefur verið á undanhaldi síðustu vikur en virðist nú vera að taka aftur við sér því um 200 ný smit eru nú að greinast daglega innanlands. Þrjátíu eru inniliggjandi á LSH með Covid-19, þar af tveir á gjörgæslu og annar þeirra í öndunarvél. Tveir eru inniliggjandi á Sjúkrahúsinu á Akureyri með Covid-19,“ segir á vef SAk í dag.

„Vegna þessa er talið nauðsynlegt að takmarka heimsóknartíma við einn gest á dag til hvers sjúklings og að hámarki í eina klukkustund. Gestir skulu bera grímu.

Minnt er á að auk Covid-19 er ýmislegt annað í gangi, parainfluensa og fleira auk þess sem apabóla hefur borist til landsins. Það er því full ástæða til að fara varlega og viðhafa almennar smitvarnir.“

Íslensk meðvirkni

Sigurður Ingólfsson skrifar
03. júní 2023 | kl. 06:00

Sparilundur í Vaðlaskógi

Sigurður Arnarson skrifar
31. maí 2023 | kl. 10:10

Luton Town – af upprisu

Arnar Már Arngrímsson skrifar
29. maí 2023 | kl. 12:00

Flæði

Haukur Pálmason skrifar
29. maí 2023 | kl. 11:00

Hús dagsins: Grundarkirkja

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
28. maí 2023 | kl. 19:00

Skógar og ásýnd lands

Sigurður Arnarson skrifar
27. maí 2023 | kl. 16:00