Fara í efni
Pistlar

Sólskinsbros og gleði í lok „veislunnar“

Myndir: Skapti Hallgrímsson

Sólin brosti sínu breiðasta á Akureyri um miðjan dag og margir settu upp sólskinsbros á félagssvæði KA á lokaspretti 39. N1-móts 5. flokk í knattspyrnu, eins fjölmennasta íþróttamóts landsins, sem hófst á miðvikudaginn. Gleðin var við völd  í dag, þegar flautað var til loka úrslitaleikjanna voru sumir vissulega glaðari en aðrir, en vonandi læra allir og þroskast, sama hvernig fór.

Stjarnan úr Garðabæ og Breiðablik úr Kópavogi  mættust í úrslitaleik í keppni A-liðanna – í Argentínsku deildinni eins og hún er kölluð – og þar höfðu Garðbæingar. Stjörnumenn sigruðu örugglega, 6:1, og fögnuðu að vonum innilega, eins og sjá má á minni myndinni. Sú stærri er úr úrslitaleiknum. Leikmenn 12 annarra liða fögnuðu einnig mjög í dag, því keppt er í hvorki fleiri né færri en 13 deildum á mótinu.

Þessi mikla fótboltaveisla gekk vel fyrir sig, eins og Siguróli Sigurðsson, einn þriggja í mótsstjórn sagði við Akureyri.net í viðtali sem birt var fyrr í dag. „Það er svipaður fjöldi keppenda eins og undanfarin ár, en núna virðast vera fleiri sem fylgja krökkunum af því að við upplifum mikla fjölgun á svæðinu,“ sagði Siguróli. „Maturinn hefur verið nálægt því að klárast, bílastæðamálin hafa verið flókin og það er meira rusl. Þetta segir okkur að það eru fleiri að mæta á svæðið en áður.“ – Sjá viðtalið hér

Meira síðar

Siggi póstur

Jóhann Árelíuz skrifar
06. júlí 2025 | kl. 06:00

Að baka brauð

Kristín Aðalsteinsdóttir skrifar
04. júlí 2025 | kl. 06:00

Hús dagsins: Nonnahús (Aðalstræti 54)

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
03. júlí 2025 | kl. 06:00

Skógrækt og fæðuöryggi

Pétur Halldórsson, Úlfur Óskarsson og Aðalsteinn Sigurgeirsson skrifa
02. júlí 2025 | kl. 09:15

Kanínur

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 11:30

Eldhúsdagsumræður

Jóhann Árelíuz skrifar
29. júní 2025 | kl. 06:00