Fara í efni
Pistlar

Samstöðuganga kennara verður í dag

Félagsmenn Kennarasambands Íslands (KÍ) á Akureyri og nágrenni fara í samstöðugöngu í dag, þriðjudag 12. nóvember, vegna kjaradeilu KÍ við viðsemjendur.

Safnast verður saman við Rósenborg og gengið af stað kl. 16.45. Gengið verður að Ráðhústorgi þar sem til máls taka Jónína Hauksdóttir, varaformaður KÍ, Daníel Freyr Jónsson, kennari við VMA, og Hólmfríður Þorgeirsdóttir, kennari í Lundarskóla. Lundarskóli er meðal níu skóla þar sem verkfallsaðgerðir standa nú yfir. 

„Með þessari göngu viljum við hvetja til þess að samningar náist sem fyrst og með þátttöku sýnum við það í verki. Öll sem telja sig málið varða og vilja styðja kennara og þá kröfu KÍ að fjárfesta í kennurum eru hjartanlega velkomin með í gönguna,“ segir í tilkynningu.

Bergfuran við Aðalstræti 44

Sigurður Arnarson skrifar
20. ágúst 2025 | kl. 23:00

Eyrarland, gamla íbúðarhúsið

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
19. ágúst 2025 | kl. 10:00

Strandir

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
18. ágúst 2025 | kl. 11:30

Í hita leiksins

Jóhann Árelíuz skrifar
17. ágúst 2025 | kl. 14:00

Steinvalan í öldugangi Öskjuvatns

Rakel Hinriksdóttir skrifar
17. ágúst 2025 | kl. 12:00

Gervisáli

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
16. ágúst 2025 | kl. 18:00