Fara í efni
Pistlar

Rúnar Sigtryggsson tekur við HSG Wetzlar

Rúnar mættur til nýja félagsins. Mynd: HSG Wetzlar.

Akureyringurinn Rúnar Sigtryggsson hefur verið ráðinn þjálfari þýska handknattleiksfélagsins HSG Wetzlar sem leikur í efstu deild þar í landi, Handbolta-Bundseligunni (HBL), og stýrir liðinu í fyrsta skipti í útileik á sunnudag þegar liðið mætir Füchse Berlin. Rúnar hefur skrifað undir samning við þýska félagið út leiktíðina 2026-27. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins í dag.

Gengi Wetzlar hefur verið afleitt það sem af er tímabilinu og situr liðið nú í neðsta sæti deildarinnar með fimm stig, jafn mörg stig og Leipzig þar sem Rúnar var þjálfari frá hausti 2022 þar til í lok síðasta tímabils. 

Í tilkynningu félagsins er vitnað í Rúnar um ráðninguna og fær akureyri.net hér lánaða þýðingu af handboltavefnum, handbolti.is

„Ég hef fylgst mjög náið með þýsku úrvalsdeildinni undanfarna mánuði og einnig séð nokkra leiki með HSG Wetzlar. Í liðinu eru klárlega nægir hæfileikar til að halda sæti sínu í deildinni. Þess vegna er ég mjög ánægður með að við skyldum ná saman svona fljótt. Ég þurfti ekki að hugsa mig lengi um hvort ég vildi takast á við þetta verkefni. Vissulega er staðan erfið um þessar mundir, en ég er sannfærður um að við munum finna leiðina upp úr fallsæti,“ segir Rúnar Sigtryggsson í tilkynningu félagsins.

Gefjun skóp ekki annan Játvarð Loðvík

Orri Páll Ormarsson skrifar
12. desember 2025 | kl. 12:00

Hvenær kemur flugstöðin?

Sverrir Páll skrifar
10. desember 2025 | kl. 17:00

Gráþröstur

Sigurður Arnarson skrifar
10. desember 2025 | kl. 12:30

Þannig týnist tíminn

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
08. desember 2025 | kl. 10:00

Aðventukvíði í rafmagnaðri jólapeysu

Rakel Hinriksdóttir skrifar
07. desember 2025 | kl. 14:00

Segularmböndin

Jóhann Árelíuz skrifar
07. desember 2025 | kl. 06:00