Ósátt við að lokapróf verði í húsnæði HA
Nemendur í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri eru mjög ósáttir við þá ákvörðun viðskiptadeildar að lokapróf fari fram í húsnæði skólans. Nemendur fengu tölvupóst þess efnis í gær, tveimur vikum fyrir fyrstu lokapróf. Þegar í stað var hafist handa við að safna undirskriftum þar sem skorað er á yfirvöld skólans að halda fjarpróf.
„Nemendur eru ennþá í óvissu hvað varðar próf á prófstað en nokkrir kennarar í HA hafa ákveðið að hafa heimapróf en ekki allir. Þetta er óásættanlegt að halda nemendum í óvissu. Miðað við ástandið í dag, 8. apríl, er útlitið ekki gott hvað varðar að hafa staðpróf en samt vilja kennarar láta á það reyna,“ segir í lýsingunni sem fylgir undirskriftalistanum.
„Við erum mjög ósátt með þessa ákvörðun og þetta er mjög slæmt vegna þess að það er verið að gera upp á milli deilda. Vinkona mín er í iðjuþjálfunarfræði og þau fá öll að taka sín próf heima, eins í sjávarútvegsfræði. Okkur finnst þetta mjög leiðinlegt,“ segir Karen Björnsdóttir, nemandi í viðskiptafræði í HA, sem hóf undirskriftasöfnunina, í frétt á Vísi seint í gærkvöldi.
Karen segir að sálfræðideild hafi enn ekki tilkynnt um prófafyrirkomulag og enn hefur engin tilkynning vegna prófafyrirkomulags borist frá skólanum sjálfum. Karen segir ákvörðun deildarinnar ekki síst koma niður á þeim nemendum sem stunda fjarnám og búa erlendis.
„Þetta hefur líka mjög mikil áhrif á stúdenta erlendis sem hafa kosið HA vegna fjarnámsins og svo þegar staðan í þjóðfélaginu er svona er mjög slæmt að það sé útgöngubann kannski í þeim löndum og þá geta þau ekki tekið þessi próf,“ segir Karen.
Smellið hér til að lesa frétt Vísis.
Orustan um Waterloo
Gefjun skóp ekki annan Játvarð Loðvík
Hvenær kemur flugstöðin?
Gráþröstur