Fara í efni
Pistlar

Mikill hraði og mörg mörk þegar KA vann ÍR

Morten Linder, sem brýst hér í gegnum ÍR í kvöld, lék gríðarlega vel í sókninni. Hann gerði 10 mörk úr 11 skotum. Myndir: Skapti Hallgrímsson

KA tók á móti ÍR í fimmtu umferð efstu deildar karla í handbolta í kvöld. Leikurinn var mjög hraður og fjörugur og mikið skorað. KA-menn voru þó yfirleitt skrefinu á undan og unnu að lokum öruggan 41:36 sigur.

ÍR-ingar byrjuðu betur og voru yfir fyrstu mínútur leiksins. En fljótlega sigldu heimamenn framúr og voru yfirleitt 2-4 mörkum á undan gestunum í hálfleiknum. Staðan 22:18 í hléi; 40 mörk skoruð á fyrstu 30 mínútunum.

Áfram var mikið skorað eftir hlé og liðin skiptust yfirleitt á um að skora mörkin. Sveiflurnar urðu því litlar og forskot KA hélst nokkuð stöðugt allt til leiksloka. KA-menn lönduðu sanngjörnum sigri, 41:36.

Bjarni Ófeigur Valdimarsson skorar úr víti í kvöld; hann „hausaði“ Ólaf markvörð eins og handboltamenn kalla það.

Lykilatriði að skora meira en andstæðingurinn!

Eftir þennan sigur eru KA-menn komnir á þægilegan stað í deildinni, með sex stig eftir þrjá sigurleiki í fimm umferðum. ÍR-ingar hafa hins vegar farið illa af stað og eru aðeins með eitt stig. Þeir voru spútniklið deildarinnar í fyrra, spiluðu skemmtilega og skoruðu mikið. Þórsarar báru sigurorð af ÍR í fyrstu umferð deildarinnar með því að halda markaskoruninni í skefjum en KA fór aðra leið að sigrinum. ÍR skoraði fullt af mörkum í leiknum en KA skoraði bara fleiri!

Næsta viðureign KA í deildinni verður gegn Íslandsmeisturum Fram á útivelli, föstudaginn 10. október.

Mörk KA: Bjarni Ófeigur Valdimarsson 10 (1 víti), Morten Linder 10 (2 víti), Giorgi Arvelodi Dikhaminjia 8, Bruno Bernat 3, Jens Bragi Bergþórsson 3, Einar Birgir Stefánsson 2, Logi Gautason 2, Aron Daði Stefánsson 1, Jóhann Geir Sævarsson 1, Magnús Dagur Jónatansson 1.

Varin skot: Bruno Bernat 10 (25%), Guðmundur Helgi Imsland 0.

Mörk ÍR: Baldur Fritz Bjarnason 9 (6 víti), Bernard Kristján Owusu Darkoh 7, Eyþór Ari Waage 4, Jökull Blöndal Björnsson 3, Óðinn Freyr Heiðmarsson 3, Róbert Snær Örvarsson 3, Elvar Otri Hjálmarsson 2, Patrekur Smári Arnarsson 2, Sveinn Brynjar Agnarsson 2, Ólafur Rafn Gíslason 1.

Varin skot: Ólafur Rafn Gíslason 15 (28,3%).

Tölfræði leiksins hjá HBStatz

Komdu ef þú þorir! Arnór Ísak Haddsson og Daði Jónsson taka á móti ÍR-ingnum Elvari Otra Hjálmarssyni í kvöld. Markvörður KA, Bruno Bernat, við öllu búinn í fjarska.

Hús dagsins: Háls í Eyjafirði

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
13. október 2025 | kl. 06:00

Álfar og huldufólk

Jóhann Árelíuz skrifar
12. október 2025 | kl. 13:00

Við nennum ekki þessu uppeldi

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
11. október 2025 | kl. 06:00

Geðheilbrigðisdagurinn 2025

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
10. október 2025 | kl. 06:00

Hin einmana eik eyðimerkurinnar

Sigurður Arnarson skrifar
08. október 2025 | kl. 15:00

Eyrarrokk – Uppáhalds helgin

Ólafur Torfason skrifar
07. október 2025 | kl. 18:00