Fara í efni
Pistlar

Sannfærandi sigur KA á Íslandsmeisturunum

Bjarni Ófeigur Valdimarsson hefur verið frábær í fyrstu leikjum KA í vetur. Hann gerði 12 mörk úr 15 skotum gegn Íslandsmeisturum Fram á föstudagskvöldið. Mynd: Skapti Hallgrímsson

KA vann glæsilegan sigur á Íslandsmeisturum Fram á útivelli á föstudagskvöldið í Olís deildinni, efstu deild Íslandsmótsins í handbolta. Sigurinn var mjög öruggur en fjórum mörkum munaði í lokin – lokatölur 32:28, eftir að KA hafði sex marka forskot í hálfleik, 19:13.

KA er þar með komið með átta stig að loknum sex leikjum; hefur unnið fjóra leiki og tapað tveimur, og er í 2-4. sæti.

Stórskyttan Bjarni Ófeigur Valdimarsson hafði farið hamförum í fyrstu leikjum KA í vetur og hélt uppteknum hætti í Lambhagahöll Framara; hann fór hreinlega hamförum, gerði 12 mörk úr 15 skotum og skapaði auk þess sex marktækifæri fyrir samherjana.

Fyrri hálfleikur var í járnum lengi vel en KA-menn stungu af í lokin og sex marka forskot KA var meira en meistararnir réðu við. Þótt þeir hafi náð að minnka muninn um tvö mörk áður en yfir lauk voru Framarar aldrei nálægt því að ógna sigri gestanna.

Mörk KA: Bjarni Ófeigur Valdimarsson 12 (2 víti), Einar Birgir Stefánsson 5, Morten Linder 4, Magnús Dagur Jónatansson 4, Logi Gautason 3, Jens Bragi Bergþórsson 3, Giorgi Arvelodi Dikhaminjia 1.

Varin skot: Bruno Bernat 14 (1 víti) – 33,3%.

Mörk Fram: Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 5, Rúnar Kárason 5, Erlendur Guðmundsson 4, Eiður Rafn Valsson 3, Max Emil Stenlund 2, Arnþór Sævarsson 2, Theodór Sigurðsson 2 (1 víti), Dagur Fannar Möller 2, Arnar Snær Magnússon 1, Kjartan Þór Júlíusson 1, Lúðvík Thorberg B Arnkelsson 1.

Varin skot: Arnór Máni Daðason 10 – 32,3% og Breki Hrafn Árnason 1, 8,3%.

Tölfræðin frá HBStatz

Staðan í deildinni

Hús dagsins: Háls í Eyjafirði

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
13. október 2025 | kl. 06:00

Álfar og huldufólk

Jóhann Árelíuz skrifar
12. október 2025 | kl. 13:00

Við nennum ekki þessu uppeldi

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
11. október 2025 | kl. 06:00

Geðheilbrigðisdagurinn 2025

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
10. október 2025 | kl. 06:00

Hin einmana eik eyðimerkurinnar

Sigurður Arnarson skrifar
08. október 2025 | kl. 15:00

Eyrarrokk – Uppáhalds helgin

Ólafur Torfason skrifar
07. október 2025 | kl. 18:00