Fara í efni
Pistlar

María nýliði – Sandra María á sínum stað

María Catharina Ólafsdóttir Gros, til hægri í baráttu við leikmann Þróttar á Þórsvellinum sumarið 2022, og Sandra María Jessen, til vinstri, eru í landsliðshópnum í knattspyrnu. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Akureyri á tvo fulltrúa í nýjum A-landsliðshópi kvenna í knattspyrnu, þeim fyrsta sem Þorsteinn Halldórsson velur eftir EM. Sandra María Jessen er auðvitað á sínum stað og nú kemur María Catharina Ólafsdóttir Gros inn í A-landsliðið í fyrsta skipti. Fram undan eru mikilvægir leikir 24. og 28. október gegn Norður-Írlandi í umspili fyrir Þjóðadeild UEFA. 

María Catharina er á mála hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Linköping og er markahæst leikmanna liðsins á yfirstandandi leiktíð. Hún var í Þór í yngri flokkunum og svo Þór/KA, spilaði með meistaraflokki félagsins 2017 til 2021. Frá Þór/KA hélt hún til Skotlands í ágúst 2021 þar sem hún var hjá Celtic í tæpt ár. Hún tók svo hálft tímabil með Þór/KA aftur síðsumars 2022, en samdi síðan við Fortuna Sittard í Hollandi í janúar 2023. Þar var hún í eitt og hálf tímabil, en flutti sig þá yfir til Svíþjóðar og samdi við Linköping þar sem hún hefur dvalið síðan við knattspyrnuiðkun og nám. Segja má að Svíþjóð sé enda hennar annað heimili þar sem móðir hennar, Anna Catharina Gros sjúkraþjálfari, er sænsk.

Fimmta og síðasta mark Maríu Catharínu fyrir meistaraflokk Þórs/KA í 1:0 sigri á Þrótti í Bestu deildinni á Þórsvellinum 23. ágúst 2022, þegar hún skoraði af stuttu færi eins og sjá má. Á myndinni lengst til hægri fagna leikmenn liðsins; hæst fyrir miðju er Arna Eiríksdóttir sem lék með Þór/KA þetta eina sumar en er nú á mála hjá norska úrvalsdeildarfélaginu Vålerenga. Hún er einnig í landsliðshópnum sem kynntur var í dag. Myndir: Skapti Hallgrímsson 

Sandra María Jessen er svo auðvitað á sínum stað í landsliðshópnum og þarf engan að undra eftir frammistöðu hennar með landsliðinu á EM og svo núna í haust með 1. FC Köln í þýsku úrvalsdeildinni. Þar hefur Sandra María verið í byrjunarliðinu í öllum leikjum liðsins frá því að keppni hófst í deildinni og skorað fimm mörk í síðustu þremur leikjum liðsins, auk þess að skora mark eftir 25 sekúndna leik gegn sínu gamla félagi, Bayer 04 Leverkusen, sem því miður fær ekki að standa þar sem leikurinn var flautaður af eftir að slokknaði á fljóðljósum vallarins seint í fyrri hálfleiknum. Staðan var þá 1-0, en niðurstaðan varð síðan að hefja leik að nýju frá byrjun og verður sá leikur núna á fimmtudaginn.

Landsliðshópurinn

Hús dagsins: Háls í Eyjafirði

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
13. október 2025 | kl. 06:00

Álfar og huldufólk

Jóhann Árelíuz skrifar
12. október 2025 | kl. 13:00

Við nennum ekki þessu uppeldi

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
11. október 2025 | kl. 06:00

Geðheilbrigðisdagurinn 2025

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
10. október 2025 | kl. 06:00

Hin einmana eik eyðimerkurinnar

Sigurður Arnarson skrifar
08. október 2025 | kl. 15:00

Eyrarrokk – Uppáhalds helgin

Ólafur Torfason skrifar
07. október 2025 | kl. 18:00