Fara í efni
Pistlar

Ljúfur og áhugaverður Inngangur að efnafræði

AF BÓKUM – 51

Starfsfólk Amtsbókasafnsins á Akureyri segir lesendum Akureyri.net alla þriðjudaga frá bók eða bókum. Uppátækið vekur vonandi athygli á bókakosti safnsins, þar sem af nógu er að taka, og glæðir áhuga sem flestra á bóklestri.
 

Í dag skrifar Dagný Davíðsdóttir_ _ _

Mig langar að mæla með skáldsögunni Inngangur að efnafræði eftir Bonnie Garmus. Bókin kom út á íslensku árið 2022 og ég hef alltaf verið á leiðinni að lesa hana en ekki komið mér í það. Mér fannst ég vera í smá stund að komast inn í hana en þegar inn í hana var komið var þetta eins og ljóslifandi mynd fyrir mér og mér þótti afskaplega vænt um persónurnar, ég hreinlega gat ekki lagt hana frá mér.

Inngangur að efnafræði fjallar um hina myndarlegu og bráðgáfuðu Elizabeth Zott. Sagan byrjar í kringum 1960 þar sem Elizabeth vinnur á rannsóknarstofu en mætir stöðugu kynjamisrétti - karlkyns samstarfsmenn taka hugmyndum hennar ekki alvarlega og vilja, líkt og samfélagið á þessum tíma, helst sjá hana sem húsmóður en ekki vísindakonu. Hún kynnist Evans sem er einnig vísindamaður og saman mynda þau einstakt samband.

Eftir óvænta atburðarás endar Elizabeth sem einstæð móðir og sjónvarpsstjarna í matreiðsluþætti sem kallast „Kvöldmatur klukkan sex“. Þar kennir hún matargerð en í raun er hún að kenna konum að hugsa sjálfstætt, efast um hefðir og standa á sínu, allt með hjálp efnafræðinnar. Þættirnir verða vinsælir og gera Elizabeth að fyrirmynd kvenna sem vilja brjótast út úr þröngum hlutverkum samfélagsins. Hundurinn hennar sem heitir Hálf sjö stelur stundum senunni, en hann er óvenju gáfaður og fáum við annað slagið að skyggnast inn í hugarheim hans.

Bókin er hinn fínasti ljúflestur þegar mann vantar eitthvað auðlesið, skemmtilegt en áhugavert í leiðinni!

Hreyfing hreyfingarinnar vegna

Guðrún Arngrímsdóttir skrifar
18. nóvember 2025 | kl. 06:00

Djúpstæð augu sviðakjammanna

Jóhann Árelíuz skrifar
16. nóvember 2025 | kl. 06:00

Einmanaleiki

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
16. nóvember 2025 | kl. 06:00

Krúttlegasti knattspyrnuvöllur í heimi

Orri Páll Ormarsson skrifar
14. nóvember 2025 | kl. 11:30

Ástand lands og landlæsi. Seinni hluti: Afneitun

Sigurður Arnarson skrifar
12. nóvember 2025 | kl. 09:30

„Brave“

Michael Jón Clarke skrifar
10. nóvember 2025 | kl. 17:00