KA-menn búa sig undir átökin – MYNDIR

Leikmenn KA-liðsins í handbolta, sem mæta Val í úrslitaleik bikarkeppninnar í handbolta á morgun, hafa dvalið á borgarhorninu síðan þeir unnu Selfyssinga í undanúrslitum á miðvikudagskvöldið.
Þeir tóku létta æfingu í Framheimilinu í Safamýri í dag og síðdegis skelltu þér sér í Minigarðinn þar sem mannskapurinn gæddi sér á dýrindis svínarifjum og spreytti sig að því loknu í minigolfi, þar sem hver lék öðrum betur að því sagt er! Talað var um snilldartakta í því sambandi. Þórsarinn Vilhelm Einarsson er rekstrarstjóri Minigarðsins og bauð sínum gömlu keppinautum í golfið.
- Við Akureyringar stöndum saman þegar á þarf að halda, sagði Villi og óskaði KA-strákunum góðs gengis á morgun. - Ég meina það, sagði hann við Jónatan Magnússon, þjálfara KA, og báðir hlógu dátt.
Reiknað er með miklum fjölda stuðningsmanna KA að norðan í fyrramálið þannig að stemningin á Ásvöllum ætti að geta orðið frábær á morgun.
- Úrslitaleikurinn hefst klukkan 16.00 á morgun á Ásvöllum í Hafnarfirði. Hann verður í beinni útsendingu RUV.
KA-menn í skjóli Silfurdrengsins, Vilhjálms Einarssonar, þar sem hann stekkur á Ólympíuleikunum í Melbourne 1956 og tryggir sér silfurverðlaun í þrístökki! Sonur hans, Sigmar, er eigandi Minigarðsins. Arnar Freyr Ársælsson, Óðinn Þór Ríkharðsson og Einar Rafn Eiðsson sitjandi, standandi eru Nicholas Satchwell og Patrekur Stefánsson.
Þórsarinn Vilhelm Einarsson, rekstrarstjóri Minigarðsins, á milli Sverre Jakobssonar og Jónatans Magnússonar, þjálfara KA.
Allan Norðberg býr sig vandlega undir næsta skot.
Fyrirliðinn Jón Heiðar Sigurðsson horfir einbeittir á eftir kúlunni.
Óðni Þór Ríkharðssyni eru yfirleitt allir vegir færir. Hér púttar hann upp brekku með góðum árangri.
Ólafur Gústafsson, Ragnar Snær Njálsson, Jón Heiðar Sigurðsson og Allan Norðberg.


Ólæst

Útí dokk

Pabbi minn, hvers vegna keyptirðu leigubíl?

Stari
