Fara í efni
Pistlar

Húsið sem átti að rífa er mikil prýði

Húsið sem átti að rífa er mikil prýði

Um aldamótin síðustu vildu 69% bæjarbúa að húsið Lækjargata 6 á Akureyri yrði rifið, skv. könnun Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri gerði. Einungis 11% vildu að húsið stæði áfram. Merkilegt í sjálfu sér að slík skoðanakönnun skuli framvæmd yfir höfuð og sem betur fer var ekkert mark tekið á henni!

„Húsið slapp í bæjarbrunanum í desember 1901 en tæpri öld síðar, í ársbyrjun 1998 skemmdist það í bruna. Hafði bærinn þá fest kaup á því til niðurrifs, en um áratugi hafði staðið til að húsið viki, til þess að greiða fyrir umferð um Spítalaveg og Lækjargötu,“ segir í fróðlegum pistli Arnórs Blika Hallmundssonar á Akureyri.net í dag.

Sumarið 1999 keyptu þau Guðrún Jónsdóttir og Sölvi Ingólfsson Lækjargötu 6 og hófu þau gagngerar endurbætur á húsinu, sem var í raun endurbyggt frá grunni. „Lækjargata 6 er til mikillar prýði í umhverfi sínu og er svo sannarlega ein af (mörgum) perlum Innbæjarins,“ skrifar Arnór Bliki.

Smellið hér til að lesa pistil Arnórs Blika

Seigla er orð ársins

Hildur Eir Bolladóttir skrifar
13. nóvember 2020 | kl. 11:50

Að nota fjölmiðla eða vera notaður af þeim?

Sigurður Kristinsson skrifar
13. nóvember 2020 | kl. 12:00

Að þegja er eiginleiki sem hvarf

Jón Óðinn Waage skrifar
08. desember 2020 | kl. 07:00

Framtakssemin og einkaframtakið

Jóna Jónsdóttir skrifar
18. nóvember 2020 | kl. 08:00

Akureyringar tala dönsku á sunnudögum

Tryggvi Gíslason skrifar
15. nóvember 2020 | kl. 10:00

Sú mikla kúnst að æsa fólk upp

Jón Óðinn Waage skrifar
18. nóvember 2020 | kl. 08:00