Fara í efni
Pistlar

Húsið sem átti að rífa er mikil prýði

Um aldamótin síðustu vildu 69% bæjarbúa að húsið Lækjargata 6 á Akureyri yrði rifið, skv. könnun Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri gerði. Einungis 11% vildu að húsið stæði áfram. Merkilegt í sjálfu sér að slík skoðanakönnun skuli framvæmd yfir höfuð og sem betur fer var ekkert mark tekið á henni!

„Húsið slapp í bæjarbrunanum í desember 1901 en tæpri öld síðar, í ársbyrjun 1998 skemmdist það í bruna. Hafði bærinn þá fest kaup á því til niðurrifs, en um áratugi hafði staðið til að húsið viki, til þess að greiða fyrir umferð um Spítalaveg og Lækjargötu,“ segir í fróðlegum pistli Arnórs Blika Hallmundssonar á Akureyri.net í dag.

Sumarið 1999 keyptu þau Guðrún Jónsdóttir og Sölvi Ingólfsson Lækjargötu 6 og hófu þau gagngerar endurbætur á húsinu, sem var í raun endurbyggt frá grunni. „Lækjargata 6 er til mikillar prýði í umhverfi sínu og er svo sannarlega ein af (mörgum) perlum Innbæjarins,“ skrifar Arnór Bliki.

Smellið hér til að lesa pistil Arnórs Blika

Blásitkagreni

Sigurður Arnarson skrifar
17. september 2025 | kl. 08:30

Reykt

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
15. september 2025 | kl. 11:30

Meistari málsins

Skapti Hallgrímsson skrifar
14. september 2025 | kl. 21:30

Sveitasæla

Jóhann Árelíuz skrifar
14. september 2025 | kl. 06:00

Ekki ganga af göflunum

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
13. september 2025 | kl. 06:00

Svartþröstur

Sigurður Arnarson skrifar
10. september 2025 | kl. 09:15