Fara í efni
Pistlar

Húsið sem átti að rífa er mikil prýði

Um aldamótin síðustu vildu 69% bæjarbúa að húsið Lækjargata 6 á Akureyri yrði rifið, skv. könnun Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri gerði. Einungis 11% vildu að húsið stæði áfram. Merkilegt í sjálfu sér að slík skoðanakönnun skuli framvæmd yfir höfuð og sem betur fer var ekkert mark tekið á henni!

„Húsið slapp í bæjarbrunanum í desember 1901 en tæpri öld síðar, í ársbyrjun 1998 skemmdist það í bruna. Hafði bærinn þá fest kaup á því til niðurrifs, en um áratugi hafði staðið til að húsið viki, til þess að greiða fyrir umferð um Spítalaveg og Lækjargötu,“ segir í fróðlegum pistli Arnórs Blika Hallmundssonar á Akureyri.net í dag.

Sumarið 1999 keyptu þau Guðrún Jónsdóttir og Sölvi Ingólfsson Lækjargötu 6 og hófu þau gagngerar endurbætur á húsinu, sem var í raun endurbyggt frá grunni. „Lækjargata 6 er til mikillar prýði í umhverfi sínu og er svo sannarlega ein af (mörgum) perlum Innbæjarins,“ skrifar Arnór Bliki.

Smellið hér til að lesa pistil Arnórs Blika

Sígildar sögur

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
15. apríl 2024 | kl. 11:30

Mikilvægi Lystigarðsins fyrir lýðheilsu

Sigurður Arnarson skrifar
10. apríl 2024 | kl. 11:00

Sparksleði

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
08. apríl 2024 | kl. 11:30

Tæknin er að gera frænku gráhærða

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
07. apríl 2024 | kl. 22:00

Hús dagsins: Eyrarlandsvegur 26; Breiðablik

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
06. apríl 2024 | kl. 18:00

Teipaði sig fyrir dönskutíma

Orri Páll Ormarsson skrifar
05. apríl 2024 | kl. 11:30