Fara í efni
Pistlar

Hafnarstræti 75 valin fallegasta nýbyggingin

Hafnarstræti 75, nýbygging Hótel Akureyrar, þykir fallegasta nýbygging ársins. Mynd: Arkitektúruppreisnin.

Hafnarstræti 75 á Akureyri, nýbygging Hótel Akureyrar, var valin fallegasta nýbygging ársins 2025 í kosningu Arkitektúruppreisnarinnar á Íslandi, sem er hópur áhugafólks um framtíð arkitektúrs. Valið var milli fimm bygginga og hlaut Hafnarstræti 75 langflest atkvæði.

Kosningin stóð yfir frá 21.-28. desember og auk þess að velja á milli fimm bygginga sem komu til greina sem fallegasta nýbygging ársins var einnig kosið um ljótustu nýbygginguna. Ekki kom á óvart að Græna gímaldið svokallaða hlaut yfirburðakosningu sem ljótasta nýbyggingin og raunar voru allar fimm tilnefningarnar í þessum flokki byggingar í Reykjavík.

Hafnarstræti 75 fékk tæplega 40% af þeim 5.755 atkvæðum sem greidd voru og var valin fallegasta nýbyggingin með yfirburðum. Nýi Fjörður í Hafnarfirði kom næstur með tæplega 20% atkvæða.

Arkitektúruppreisnin á Íslandi er hópur á Facebook sem er umræðuvettvangur um framtíð arkitektúrs á Íslandi. Sambærilegir hópar eru til annars staðar á Norðurlöndunum en hreyfingin varð upphaflega til í Svíþjóð. Á Facebook-síðu hópsins segir að Arkitektúruppreisnin sé ópólitísk og að fallegur arkitektúr sé mál allra. „Arkitektúruppreisnin á Íslandi er stefna og umræðuvettvangur um framtíð arkitektúrs á Íslandi. Við viljum sjá fallegri arkitektúr í okkar byggðum og viljum sýna að það eru aðrir valmöguleikar en bara módern. Það er raunhæft að byggja fallegan hefðbundinn arkitektúr,“ segir í lýsingu hópsins á stefnu hans.

Runnkennt elri til landgræðslu - Fyrri hluti: Almennt

Sigurður Arnarson skrifar
07. janúar 2026 | kl. 10:00

Lausnin 3/7

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
07. janúar 2026 | kl. 09:00

Lausnin 2/7

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
06. janúar 2026 | kl. 09:00

Lausnin 1/7

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
05. janúar 2026 | kl. 09:00

Nýtt ár, nýtt tungl og Hati á bak og burt

Rakel Hinriksdóttir skrifar
04. janúar 2026 | kl. 15:00

Þá riðu hetjur um héruð

Jóhann Árelíuz skrifar
04. janúar 2026 | kl. 06:00