Formaðurinn sigraði á meistaramótinu í 501

Davíð Örn Oddsson, formaður píludeildar Þórs, og Sunna Valdimarsdóttir sigruðu í árlegu meistaramóti Þórs í 501 einmenningi. Um er að ræða stærsta innanfélagsmót deildarinnar á hverju ári, 47 karlar og fimm konur kepptu að þessu sinni.

Davíð Örn Oddsson, formaður píludeildar Þórs, sigurvegari á mótinu.
Vigfús J. Hjaltalín mætti Davíð í úrslitum. Í átta manna úrslitum sigraði hann Friðrik Gunnarsson 5-4 í háspennuleik og í undanúrslitum hafði Vigfús betur gegn Óskari Jónassyni, 5-3.
„Úrslitaleikurinn var sveiflukenndur og ljóst að mikið var í húfi. Leikurinn fór alla leið í oddalegg og var það Davíð sem sigraði að lokum 6-5,“ segir á Facebook síðu píludeildar Þórs. „Þetta var fyrsti sigur Davíðs í einmennings meistaramóti en á síðasta ári vann hann 301 tvímenning með Valþóri Atla [Birgissyni]. Áfram halda titlarnir að bætast í safnið hjá formanni deildarinnar.“


Export

Með hæla í rassi

Hús dagsins: Aðalstræti 62

Örlítið brot frá unglingsárum
