Hvalastrandið
23. nóvember 2025 | kl. 06:00
Sjúkrahúsið á Akureyri hefur sent frá sér viðvörun í tengslum við álag sem nú steðjar að starfseminni vegna fjölda koma og innlagna sjúklinga með inflúensu og aðrar umgangspestir.
„Einangrunargetan er komin að þolmörkum,“ segir í tilkynningu sjúkrahússins og því þurfi að koma eftirfarandi skilaboðum á framfæri:
Ef þið eruð með einkenni öndunarfærasýkingar (inflúensu eða umgangspesta) skal fresta heimsókn. Ef nauðsynlegt er að koma, notið grímu og hreinsið hendur fyrir og eftir heimsókn.