Fara í efni
Pistlar

Birnir Snær leikur með KA út tímabilið

Knattspyrnumaðurinn Birnir Snær Ingason leikur með KA út þetta keppnistímabil. Þetta hefur verið tilkynnt á miðlum félagsins. Hann verður væntanlega löglegur strax á morgun þegar KA fær lið ÍA í heimsókn í Bestu deildinni.

Birnir varð Íslands- og bikarmeistari með Víkingi 2023 og var þá kjörinn besti leikmaður Íslandsmótsins en hefur verið á mála hjá Halmstad í Svíþjóð undanfarin misseri.

„Birnir sem mætir norður frá sænska liðinu Halmstad er 28 ára gamall vængmaður sem við bindum miklar vonir við að muni lyfta sóknarleik okkar upp á hærra plan,“ segir í tilkynningu KA í morgun. Birnir skoraði þá 12 mörk og gaf 8 stoðsendingar í 25 deildarleikjum og lék þar áður með HK og Val auk uppeldisfélags síns, Fjölni segir í tilkynningunni.

„Birnir gekk í raðir sænska liðsins Halmstad í byrjun ársins 2024 en það árið gerði hann fjögur mörk í 26 deildarleikjum. Í ár hafa tækifærin verið færri og því afar spennandi tækifæri fyrir okkur KA-menn að fá þennan öfluga sóknarmann norður. Það eru krefjandi en á sama tíma spennandi verkefni framundan hjá liðinu en auk baráttunnar í Bestudeildinni mætir KA danska liðinu Silkeborg í Sambandsdeildinni 23. júní ytra og 31. júlí á heimavelli.“

Krísuvík

Kristín Aðalsteinsdóttir skrifar
18. júlí 2025 | kl. 06:00

Trjávernd

Sigurður Arnarson skrifar
16. júlí 2025 | kl. 10:30

Hvernig væri ásýnd Akureyrar án stóru trjánna?

Rakel Hinriksdóttir skrifar
14. júlí 2025 | kl. 16:30

Ólæst

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
14. júlí 2025 | kl. 11:30

Útí dokk

Jóhann Árelíuz skrifar
13. júlí 2025 | kl. 06:00

Pabbi minn, hvers vegna keyptirðu leigubíl?

Orri Páll Ormarsson skrifar
11. júlí 2025 | kl. 13:00