Fara í efni
Pistlar

Akureyringar tala dönsku á sunnudögum

Sagt er að Akureyringar hafi áður og fyrrum talað dönsku á sunnudögum. Að baki þessari sögn liggur svolítil saga. Þannig er mál með vexti, að Akureyringar sóttu kirkju fram að Hrafnagili til ársins 1863 þegar gamla kirkjan í Fjörunni var vígð. Dönsku kaupmennirnir á Akureyri héldu hins vegar andaktir eða helgistundir á heimilum sínum áður en kirkjan í Fjörunni var tekin í notkun – og raunar eftir að kirkjan var vígð, því að dönsku frúrnar vildu ekki ganga um sömu kirkjudyr og sauðsvartur almúginn, að því sagt var. Ýmsir Akureyringar, vinir kaupmanna og starfsfólk þeirra, sóttu þessar andaktir. Við helgistundir þessar var lesið úr dönsku biblíunni og sungnir danskir sálmar, eins og eðlilegt má telja, af því að móðurmál kaupmannanna og fjölskyldna þeirra var danska.

Íslenskar þjónustustúlkur, stuepiger, voru á heimilum dönsku kaupmannanna. Komu þær flestar úr nágrannasveitum Akureyrar. Þessar stuepiger tóku þátt í helgistundunum og urðu vitni að því lesið var upp úr dönsku biblíunni og sungnir danskir sálmar. Sögðu þær frá því heima hjá sér í sveitinni, að Akureyringar töluðu dönsku á sunnudögum, sem var á sinn hátt satt og rétt. Virka daga reyndu dönsku kaupmennirnir hins vegar að tala íslensku við Akureyringa og gekk það upp og ofan. Nú tala Akureyringar ekki dönsku á sunnudögum – né heldur aðra daga vikunnar.

Tryggvi Gíslason var skólameistari Menntaskólans á Akureyri frá 1972 til 2003.

Heklupeysur

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
22. apríl 2024 | kl. 11:00

Fiðrildahrif

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
21. apríl 2024 | kl. 11:00

Hvað hét kona Goebbels?

Orri Páll Ormarsson skrifar
19. apríl 2024 | kl. 06:00

Hús dagsins: Spítalavegur 9

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
18. apríl 2024 | kl. 08:00

Balsaviður

Sigurður Arnarson skrifar
17. apríl 2024 | kl. 09:30

Sígildar sögur

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
15. apríl 2024 | kl. 11:30