Fara í efni
Pistlar

600 bólusettir í gær, 700 fá skammt í dag

Bólusetning á slökkvistöðinni á Akureyri í gær. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Rúmlega 600 voru bólusettir gegn Covid-19 á slökkvistöðinni á Akureyri í gær og um 700 verða bólusettir í dag. Um 2.300 skammtar bóluefnis bárust norður í gærmorgun, efni sem starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Norðurlands notar víða um landsfjórðunginn. Bólusetning gekk mjög vel á Akureyri í gær, lang flestir sem áttu að mæta skiluðu sér á staðinn og glöddust mjög yfir því að röðin væri komin að þeim, a.m.k. þeir sem blaðamaður ræddi við. Fleiri verða bólusettir á Akureyri í þessari viku en áður hefur gerst.

Í dag eiga þeir að mæta á slökkvistöðina sem fengu fyrri bólusetninguna með Pfizer bóluefninu 18. mars. Þeir sem hafa ekki farsíma og fá því ekki boð með sms eru beðnir um að mæta í seinni bólusetninguna á slökkvistöðina milli klukkan 9.00 og 11.00. Þeir sem eru að fá fyrri bólusetninguna með Pfizer eiga einnig að mæta í dag.

Hástig líffjölbreytni: Skóglendi

Sigurður Arnarson skrifar
24. desember 2025 | kl. 06:00

Þúsund ær á fæti

Jóhann Árelíuz skrifar
21. desember 2025 | kl. 06:00

Gamla-Gróðrarstöðin og garðyrkjuskólinn sem aldrei varð

Sigurður Arnarson skrifar
17. desember 2025 | kl. 10:00

Þakklæti

Guðrún Arngrímsdóttir skrifar
16. desember 2025 | kl. 06:00

Þegar mamma eyðilagði jólin

Þráinn Lárusson skrifar
14. desember 2025 | kl. 17:00

Orustan um Waterloo

Jóhann Árelíuz skrifar
14. desember 2025 | kl. 06:00