Fara í efni
Pistlar

50 mega koma saman og skemmtistaðir opnaðir

Stefnt er að því að aflétta öllum sóttvarnartakmörkunum vegna Covid-19 á næstu sex til átta vikum. Frá og með miðhætti taka ýmsar breytingar gildi að því er heilbrigðis- og forsætisráðherra kynntu eftir fund ríkisstjórnarinnar í morgun.

Helstu breytingar eru þessar, að því er segir á vef stjórnarráðsins:

  • Almennar fjöldatakmarkanir fari úr 10 í 50 manns.
  • Nándarregla fari úr 2 metrum í 1 metra.
  • Óbreytt grímuskylda, sem tekur þó almennt mið af nándarreglu.
  • Sund-, baðstaðir, líkamsræktarstöðvar og skíðasvæði mega hafa opið með 75% afköstum.
  • Íþróttakeppni verði áfram heimil með 50 þátttakendum og áhorfendur séu leyfðir á ný.
  • Hámarksfjöldi í verslunum geti mest orðið 500 manns.
  • Skemmtistöðum, krám, spilastöðum og spilakössum verði heimilað að opna á ný.
  • Veitingastöðum, þ.m.t. krám og skemmtistöðum, verði heimilt að hleypa inn nýjum viðskiptavinum til kl. 23.00 en gestum verði gert að yfirgefa staðina á miðnætti.
  • Á sitjandi viðburðum verði heimilt að taka á móti allt að 500 gestum í hverju hólfi, viðhalda skuli 1 metra nándarreglu milli óskyldra aðila auk grímuskyldu. Ekki verði þörf á hraðprófum.
  • Í skólum verði óbreyttar takmarkanir, þó þannig að þær verði aðlagaðar framangreindum tilslökunum eftir því sem við á.

Reglugerðin gildir í tæpar fjórar vikur, til og með 24. febrúar.

Smellið hér til að sjá nánari upplýsingar

Líffjölbreytileiki í skógum

Sigurður Arnarson skrifar
22. október 2025 | kl. 20:00

Illkynja geðsjúkdómar

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
22. október 2025 | kl. 13:30

Þjálfun sem nærir – um styrk og sjálfsrækt

Guðrún Arngrímsdóttir skrifar
21. október 2025 | kl. 12:30

Rámur kálfur í túnjaðri

Jóhann Árelíuz skrifar
19. október 2025 | kl. 06:00

Jävla Öxnabrekkan

Orri Páll Ormarsson skrifar
17. október 2025 | kl. 12:00

Skáldið Jónas Þorbjarnarson (1960-2012)

Arnar Már Arngrímsson skrifar
16. október 2025 | kl. 08:30