Fara í efni
Pistlar

450 landnámshænur aflífaðar í Hrísey

Landnámshækur í Hrísey. Mynd af vef RÚV: Valgeir Magnússon.

Eins og greint var frá í síðasta mánuði var sett sölubann á egg frá fyrirtækinu Landnámseggjum ehf. í Hrísey, eftir að díoxínmengun greindist í eggjunum. Ljóst er að einhverjir mánuðir líða áður en hægt verður að aflétta banninu og fyrirtækið neyddist því til að aflífa bústofninn, alls um 450 landnámshænur. Of kostnaðarsamt hefði orðið að halda stofninum á fóðrum mánuðum saman og geta ekki selt afurðirnar.

Fyrirtækið hefur þó ekki lagt upp laupana og er þegar komið með unga í eldi til að freista þess að endurnýja stofninn. Kristinn Frímann Árnason, bústjóri Landsnámseggja, segir í viðtali við RUV um málið að það taki um hálft ár að ná honum á strik. En þó að framhaldið sé óljóst er samt góður markaður fyrir afurðirnar. „Þá verður byrjað bara smátt, á heimamarkaði, því við önnuðum ekki eftirspurn,“ segir Kristinn Frímann í samtali við RUV.

Næsta skref er þó að þrífa og sótthreinsa húsnæði Landnámseggja hátt og lágt. Uppruni díoxínmengunarinnar er þó óljós og vill Kristinn að sýni verði tekin víðar í eynni til að kanna hvort mengunin sé útbreidd í jarðvegi, svo ekki verði hætta á því að vandamálið komi upp aftur með nýrri kynslóð hænsna.

  • Fyrri frétt akureyri.net:

Díoxínmengun greinist í eggjum frá Hrísey

Þakklæti

Guðrún Arngrímsdóttir skrifar
16. desember 2025 | kl. 06:00

Þegar mamma eyðilagði jólin

Þráinn Lárusson skrifar
14. desember 2025 | kl. 17:00

Orustan um Waterloo

Jóhann Árelíuz skrifar
14. desember 2025 | kl. 06:00

Gefjun skóp ekki annan Játvarð Loðvík

Orri Páll Ormarsson skrifar
12. desember 2025 | kl. 12:00

Hvenær kemur flugstöðin?

Sverrir Páll skrifar
10. desember 2025 | kl. 17:00

Gráþröstur

Sigurður Arnarson skrifar
10. desember 2025 | kl. 12:30