Fara í efni
Pistlar

Fjórar byggingalóðir auglýstar í Hrísey

Lóðirnar fjórar við Austurveg sem Akureyrarbær auglýsir lausar til umsóknar.

Akureyrarbær hefur samþykkt að auglýsa fjórar íbúðarhúsalóðir í Hrísey lausar til úthlutunar. Lóðirnar eru við Austurveg 15-21 en skilmálum lóðanna var breytt með breytingu á deiliskipulagi sl. haust og byggingarmagn m.a. aukið. Tilboðum í byggingarrétt þarf að skila inn rafrænt gegnum útboðsvef Akureyrarbæjar fyrir hádegi þann 2. október nk.

Fyrir breytinguna á deiliskipulaginu var gert ráð fyrir einbýlishúsi á öllum lóðunum með hámarksbyggingarheimild upp á 120-180 fermetra. Eftir breytinguna er nú gert ráð fyrir að á lóðunum Austurvegi 15 og 17 verði byggð parhús eða fjórbýlishús á tveimur hæðum, allt að 360 fm samtals. Og við Austurveg 19 og 21 verður hægt að reisa einbýlishús á tveimur hæðum, með hámarksbyggingarheimild upp á 300 fm.

Í tilkynningu á vef Akureyrarbæjar eru upplýsingar um hvernig hægt sé að kynna sér úthlutunarskilmála og skoða yfirlitsmynd af auglýstum lóðum.

Blásitkagreni

Sigurður Arnarson skrifar
17. september 2025 | kl. 08:30

Reykt

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
15. september 2025 | kl. 11:30

Meistari málsins

Skapti Hallgrímsson skrifar
14. september 2025 | kl. 21:30

Sveitasæla

Jóhann Árelíuz skrifar
14. september 2025 | kl. 06:00

Ekki ganga af göflunum

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
13. september 2025 | kl. 06:00

Svartþröstur

Sigurður Arnarson skrifar
10. september 2025 | kl. 09:15