Fara í efni
Pistlar

300 mega koma saman - veitingastaðir opnir lengur

Alls mega 300 manns koma saman hér á landi frá og með miðnætti, þegar ný reglugerð tekur gildi, en voru aðeins 150 skv. þeirri reglugerð heilbrigðisráðherra vegna Covid-19 sem gilt hefur undanfarið. Grímuskylda verður áfram á viðburðum þar sem fólk situr en fjarlægðarmörk eru aftur á móti komin niður í einn metra, í stað tveggja. Veitingastaðir mega vera opnir klukkustund lengur en verið hefur, til miðnættis, og síðustu gestir þurfa að vera farnir út klukkutíma síðar.

Helstu breytingar á samkomutakmörkunum frá og með morgundeginum eru þessar:

  • Almennar fjöldatakmarkanir 300 manns. Börn fædd 2015 og síðar áfram undanþegin.
  • Nándarregla einn metri í stað tveggja.
  • Sitjandi viðburðir: Engin krafa um nándarmörk. Áfram grímuskylda og að hámarki 300 manns í hverju sóttvarnahólfi. Með sitjandi viðburðum er átt við leikhús, íþróttaviðburði, athafnir trúar- og lífsskoðunarfélaga, ráðstefnur og viðlíka.
  • Veitingastaðir: Opnunartími veitingastaða lengist um klukkustund, frá kl. 23 til miðnættis. Gestir þurfa að hafa yfirgefið staðinn fyrir kl. 01.00.
  • Gildistími: Reglugerð sem felur í sér ofangreindar breytingar á samkomutakmörkunum innanlands mun gilda til og með þriðjudagsins 29. júní næstkomandi.

 

Kvenfélagið Hlíf

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
19. mars 2024 | kl. 06:00

Lagning

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
18. mars 2024 | kl. 11:30

Í leikhúsi hugans

Jón Óðinn Waage skrifar
17. mars 2024 | kl. 11:50

Hvar fær maður svona engisprettu?

Rakel Hinriksdóttir skrifar
15. mars 2024 | kl. 09:00

Hin evrópska olía: Olea europaea L.

Sigurður Arnarson skrifar
13. mars 2024 | kl. 10:25

Siginn fiskur

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
11. mars 2024 | kl. 11:30