Fara í efni
Pistlar

27 í einangrun – enn ekki alvarleg veikindi

Nú eru 40 í sóttkví á Akureyri vegna Covid 19 og 27 í einangrun. Á Norðurlandi eystra er 71 í sóttkví og 43 í einangrun og þeim síðarnefndu fjölgaði um 15 á síðasta sólarhring.  Á landinu öllu eru 1.330 í einagrun og nærri 2.000 í sóttkví. Langflestir hinna smitaða eru á höfuðborgarsvæðinu og á aldrinum 18 til 29 ára.

„Við erum á óvissustigi, erum búin að setja upp aðstöðu til að geta tekið Covid sjúklinga inn á göngudeild á virkum dögum og erum líka búin að útbúa einangrunarherbergi ef við þurfum að leggja inn Covid 19 sjúklinga,“ sagði Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á Sjúkrahúsinu á Akureyri, við Akureyri.net í hádeginu. Enn hefur ekki þurft að leggja neinn inn vegna Covid í þessari bylgju og Sigurður segir þá sem hafa veikst alla með tiltölulega væg einkenni enn sem komið er.

Ein deild í sóttkví

Sigurður segir að fyrsta viðbragð sé tryggt á sjúkrahúsinu en nánast sé unnið að mönnun dag frá degi. „Það er aukning á smitum í samfélaginu og ein deild hjá okkur hefur farið í sóttkví því þar reyndist einn starfsmaður smitaður. Níu eru 10 þeirra heima í sóttkví, flestir fara í sýnatöku á föstudag og geta mætt aftur til vinnu ef þeir reynast neikvæðir þá.“

Sífellt fleiri þeirra sem greinast með Covid hérlendis eru óbólusettir, í fyrradag 35 af 107 og í gær voru 43 óbólusettir af þeim 116 sem greindust smitaðir.

Síðasta hálfan mánuð hafa 413 óbólusettri greinst með svokallað Delta afbrigði veirunnar hérlendis, en það afbrigði veldur mun alvarlegri veikindum og fleiri óbólusettir látast vegna þess en annarra afbrigða skv. upplýsingum yfirvalda.

Hér má sjá alla tölfræði um Covid 19 á Íslandi.

Hvernig væri ásýnd Akureyrar án stóru trjánna?

Rakel Hinriksdóttir skrifar
14. júlí 2025 | kl. 16:30

Ólæst

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
14. júlí 2025 | kl. 11:30

Útí dokk

Jóhann Árelíuz skrifar
13. júlí 2025 | kl. 06:00

Pabbi minn, hvers vegna keyptirðu leigubíl?

Orri Páll Ormarsson skrifar
11. júlí 2025 | kl. 13:00

Stari

Sigurður Arnarson skrifar
09. júlí 2025 | kl. 09:45

Hús dagsins: Smíðahúsið á Skipalóni

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
09. júlí 2025 | kl. 06:00