Fara í efni
Minningargreinar

Vilhelm Guðmundsson – lífshlaupið

Vilhelm Guðmundsson rafvirkjameistari fæddist 8. september árið 1940 á Sauðárkróki. Hann lést 15. desember í faðmi fjölskyldunnar á Sjúkrahúsinu á Akureyri.

Foreldrar Vilhelms voru María Júlíusdóttir f. 25.02.1912 d. 21.08.1997 og Guðmundur Jónatansson f. 16.09.1911 d. 17.10.1989. Systkini Vilhelms eru Elsa, Helga, Freyja, Sigurður, Pálmi og Bjarni, sem er látinn.

Vilhelm giftist 31.12.1963 Rannveigu Svövu Alfreðsdóttur f. 05.12.1942. Börn þeirra eru: 1) Björk Vilhelmsdóttir f. 14.11.1962, maki Gunnar Björn Þórhallsson f. 17.01.1963, börn þeirra eru Vilhelm, Viðar, Gunnar Björn, Arna Rut og Bríet Kristý, 2) Alfa Vilhelmsdóttir f. 03.09.1966, börn hennar eru Kristófer, Emilía og Rannveig. Langafabörn Vilhelms eru 14 talsins.

Vilhelm fluttist ungur ásamt fjölskyldu sinni til Akureyrar. Eftir grunnskóla hóf hann nám í rafvirkjun, öðlaðist meistararéttindi haustið 1967 og Vilhelm vann við iðn sína til 75 ára aldurs.

Útför Vilhelms fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, fimmtudaginn 8. janúar og hefst athöfnin klukkan 13.00.

Bryndís Baldursdóttir – lífshlaupið

09. janúar 2026 | kl. 10:30

Bryndís Baldursdóttir

Birna Baldursdóttir skrifar
09. janúar 2026 | kl. 10:30

Vilhelm Guðmundsson

Björk og Alfa Vilhelmsdætur skrifa
08. janúar 2026 | kl. 06:00

Sigurður Ólafsson

Þröstur Ásmundsson og Aðalheiður Steingrímsdóttir skrifa
18. desember 2025 | kl. 10:00

Sigurður Ólafsson

Kristján Pétur Sigurðsson skrifar
18. desember 2025 | kl. 06:00

Tryggvi Ingimarsson

Sigfús Ólafur Helgason skrifar
09. desember 2025 | kl. 06:00