Fara í efni
Umræðan

Tryggjum Flokki fólksins 2 fulltrúa í bæjarstjórn

Samkvæmt skoðanakönnun myndi flokkurinn fá á milli 11 og 12% og einn mann kjörinn en flokkar sem mælast með aðeins rúm 7% líka með einn fulltrúa þannig að það vantar alls ekki mikið upp á 2 fulltrúa. Það er því nauðsynlegt að við höfum sterka rödd í bæjarstjórn Akureyrar á næsta kjörtímabili og getum myndað meirihluta með flokkum sem aðhyllast stefnu okkar. Eins og marg oft hefur fram komið segir Flokkkur fólksins, fólkið fyrst síðan allt hitt. Þar af leiðir að við munum vinna ötullega fyrir eldri borgara, öryrkja og þá sem minna mega sín og veitir ekki af. Einnig höfum við að leiðarljósi JÖFNUÐ – SAMVINNU og ekki síst MANNÚÐ. En auðvitað höfum við mörg fleiri brýn mál á stefnuskrá okkar en þar bera hæst skipulagsmál sem eru í mikilli óreiðu, þá fjármál bæjarins sem þarfnast verulegs aðhalds og einnig heilbrigðismál, skólamál, íþróttir og listir svo eitthvað sé nefnt.

Góðir Akureyringar. Flokkur fólksins biður einfaldlega um stuðning ykkar til að koma 2 fulltrúum í bæjarstjórn, sem yrði til mikilla heilla fyrir þetta yndislega bæjarfélag Akureyri. Einkenni á bæjarstjórn og skipulagsráði hefur að óþörfu verið að rústa og eyðileggja gömul kennileiti og hús samanber BSO húsið, Borgarbíó og einnnig JMJ húsið svo eitthvað sé nefnt. Nýjustu fréttir herma að oddviti Katta framboðsins Snorri Ásmundsson hafi neitað að taka þátt í og greiða 150 þús.kr. til Stöðvar 4 einn flokka fyrir þátttöku í þætti sem stöðin ætlaði að efna til vegna komandi bæjarstjórnarkosninga. Eins og allir vita, sem að útgáfumálum hafa komið eiga fyrirtæki í þessum geira alla tíð í fjárhagserfiðleikum en spjátrungurinn Snorri sem þykist mikill Akureyrarvinur með sitt fíflaframboð virðist hugsa mest um að láta Akureyringa halda sér uppi fjárhagslega. Og enn að lokum þá eru nokkrir í framboði fyrir Flokk fólksins nánir kattavinir. Það þarf ekki að leita lengra.

Hjörleifur Hallgríms eldri borgari í framboði fyrir Flokk fólksins

Hvar á að leggja Blöndulínu 3?

Karl Ingólfsson skrifar
23. apríl 2024 | kl. 18:00

Svona er síminn hannaður til að stela athygli okkar

Skúli Bragi Geirdal skrifar
22. apríl 2024 | kl. 08:20

Hvar hvílir Jónas frá Hrafnagili?

Sunna Vilborg Jónsdóttir skrifar
21. apríl 2024 | kl. 06:00

Boðskapur frá forsetaframbjóðanda

Ásdís Rán skrifar
19. apríl 2024 | kl. 14:00

Stórkostleg upplifun

Haraldur Hauksson skrifar
14. apríl 2024 | kl. 14:30

Þjónusta þjóðkirkju við landsbyggðina

Guðrún Karls Helgudóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 15:15