Fara í efni
Pistlar

Skyndihjálp er fyrir öll

RAUÐI KROSSINN - VI

Veiting og kennsla skyndihjálpar hefur verið eitt af megin verkefnum Rauða krossins frá upphafi og hér á landi býður félagið upp á fjölbreyttar tegundir skyndihjálparnámskeiða fyrir einstaklinga, fyrirtæki og hópa.

Ár hvert er skyndihjálparmanneskja ársins líka valin, en það er einstaklingur sem hefur á eftirtektarverðan hátt veitt skyndihjálp við erfiðar aðstæður og bjargað lífi. Viðurkenning er síðan veitt við hátíðarlega athöfn á 112-deginum, sem er haldinn árlega 11. febrúar.

Skyndihjálparmanneskja ársins 2022 er Arnór Ingi Davíðsson, en hann bjargaði yngri bróður sínum sem varð fyrir snjóflóði. Hér getur þú séð myndband um atvikið: https://youtu.be/2bpz827aQIk

Hvað er skyndihjálp?

Skyndihjálp er skilgreind sem sú aðstoð sem veitt er veikum eða slösuðum á meðan beðið er eftir viðbragðsaðilum eða áður en leitað er frekari heilbrigðisþjónustu. Skyndihjálp og sálræn fyrsta hjálp er í raun órjúfanlegur hluti af eðli okkar, en það fær okkur til að vilja aðstoða, vera til staðar og hjálpa í neyð, hvort sem hjálpin sem við veitum er mikil eða lítil.

Þau sem kunna nokkur einföld undirstöðuatriði skyndihjálpar geta bjargað mannslífi og komið í veg fyrir frekari skaða. Sá eða sú sem veitir skyndihjálpina verður líka þannig hluti af svokallaðri viðbragðskeðju, sem samanstendur af þeim sem veitir skyndihjálp, þeim sem hefur samband við Neyðarlínuna og öllum þeim viðbragðsaðilum sem koma að málinu í kjölfarið, en í flestum tilfellum er þessi keðja virkjuð með því að hringja í 112.

Verum tilbúin þegar á reynir og sækjum okkur þjálfun í skyndihjálp. Heimsæktu okkur á www.skyndihjalp.is til að fá meiri upplýsingar. Á vef Rauða krossins er hægt að taka ókeypis vefnámskeið í skyndihjálp og á námsvefnum Sikana er líka hægt að horfa á myndbönd sem kenna fyrstu hjálp í ýmsum aðstæðum: https://www.sikana.tv/en/health/first-aid?pl=is#chapter-2_

Ef þú hefur áhuga á að sækja skyndihjálparnámskeið eða panta skyndihjálparnámskeið fyrir vinnustað skaltu hafa samband við okkur með tölvupósti á soleybs@redcross.is eða í síma 570-4270.

--

Rauði krossinn á Íslandi tilheyrir allri þjóðinni, en án stuðning hennar getur félagið ekki sinnt þeim fjölmörgu mikilvægu verkefnum sem það stendur fyrir, samfélaginu til góðs. Hjálpaðu okkur að hjálpa öðrum með því að gerast Mannvinur.

Árangur

Haukur Pálmason skrifar
04. desember 2023 | kl. 17:45

Skúffubrík

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
04. desember 2023 | kl. 11:30

Svitnaði í sturtu

Orri Páll Ormarsson skrifar
01. desember 2023 | kl. 10:00

Kasjúhnetutré og hin lygilega líffræði þeirra

Sigurður Arnarson skrifar
29. nóvember 2023 | kl. 16:55

Vinur

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
27. nóvember 2023 | kl. 11:30

Skimun

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
25. nóvember 2023 | kl. 14:00