Fara í efni
Pistlar

Samfélagsábyrgð fyrirtækja

Fræðsla til forvarna - XXXIV
 

„Samfélagsábyrgð fyrirtækja felst í því að fyrirtæki markar sér stefnu þar sem viðskiptahættir þess taka tillit til félagslegra, umhverfislegra og siðferðislegra þátta samfélagsins. Við teljum að það sé fyrirtæki í hag en ekki óhag að fylgja slíkri stefnu. Til lengri tíma litið felist aukinn hagnaður í því að setja sér skýr samfélagsleg markmið og fylgja þeim eftir. Fyrirtæki sem kýs að sniðganga samfélagslega ábyrgð tekur áhættu“. (Heimild: PWC).

Nú hafa þeir eftirtektarverðu atburðir gerst að fyrirtæki á Íslandi hafa tekið ákvörðun um að hefja smásölu á áfengi í trássi við almenna skynsemi, stefnu heilbrigðisyfirvalda um áfengisforvarnir og á svig við landslög. Það er athyglisvert að þetta gerist á sama tíma og ofbeldi er að aukast í samfélaginu. Vitað er að ofbeldi er tengt áfengisnotkun og mælingar sýna vel hve hratt áfengisnotkun hefur aukist síðustu árin og sérstaklega hjá unglingum og yngra fólki.
 
Það er ekki mögulegt að hætta notkun áfengis fremur en stöðva ferðalög. En það er hægt að stýra aðgengi að áfengi með það að markmiði að lágmarka skaða alveg eins og flugvéla- og bílaframleiðendur hanna eins umhverfisvæn farartæki og mögulegt er. Og við neytendur veljum. Það verður áhugavert að fylgjast með hvernig hinum nýju áfengissölum vegnar í viðskiptum næstu árin og hversu trúverðug stefna þeirra í samfélagslegri ábyrgð þykir í hugum neytenda og fjárfesta.
 
Ólafur Þór Ævarsson er geðlæknir

Með hæla í rassi

Jóhann Árelíuz skrifar
11. maí 2025 | kl. 06:00

Hús dagsins: Aðalstræti 62

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
11. maí 2025 | kl. 06:00

Örlítið brot frá unglingsárum

Kristín Aðalsteinsdóttir skrifar
09. maí 2025 | kl. 06:00

Barkarbjöllur – ógn við íslenska skóga

Sigurður Arnarson skrifar
07. maí 2025 | kl. 08:45

Serie A

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
05. maí 2025 | kl. 11:30

Uppá eldhússkápnum

Jóhann Árelíuz skrifar
04. maí 2025 | kl. 10:00