Fara í efni
Umræðan

Perlan í hjarta bæjarins eða 1000 tonn af steypu

Ég held að það séu ekki miklar ýkjur að segja núverandi valdhafa bæjarins í miklum byggingarham. Þeir vilja gjarnan sjá háhýsi rísa á Borgarbíóreitnum, á lóðinni norðan Gránufélagshúsanna á Oddeyri, suður allan BSO-reitinn að Kaupvangsstræti, við Tónatröð – að ógleymdu framhaldinu á Austurbrú sem þegar hillir undir.

Ekki skal látið þarna staðar numið heldur er mænt löngunaraugum á tjaldsvæðið og íþróttavöllinn við Hólabraut þar sem núverandi formaður skipulagsnefndar vill reisa á þriðja hundrað íbúðir - að minnsta kosti.

Stopp, hingað og ekki lengra. Flokkur fólksins mun berjast fyrir því með kjafti og klóm að íþróttasvæðið við Hólabraut verði allt lagt undir útivistarsvæði bæjarbúa.

Og takið eftir, þann slag ætlum við ekki að heyja í bæjarstjórn Akureyrar. Hreint ekki. Sem bæjarfulltrúar ætlum við hins vegar að takast á við djúpstæðan ótta bæjarfulltrúa, núverandi og fyrrverandi, við lýðræðið. Við ætlum nefnilega að efna til bindandi kosninga meðal Akureyringa um framtíð íþróttavallarins við Hólabraut sem okkur dreymir um að gera að perlu í hjarta bæjarins.

Með þökk fyrir birtinguna

Jón Hjaltason skipar 3. sæti á lista Flokks fólksins í komandi sveitastjórnarkosningum

Treystir Viðreisn þjóðinni í raun?

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
15. desember 2025 | kl. 10:00

Hvað þarf að gerast til að stórauka framboð íbúða og lækka verðið?

Benedikt Sigurðarson skrifar
13. desember 2025 | kl. 11:30

Braskvæðing almannagæða – fúsk og græðgi

Benedikt Sigurðarson skrifar
12. desember 2025 | kl. 08:00

Innflytjendur, samningar og staðreyndir

Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
12. desember 2025 | kl. 06:00

Húsnæðisbóla

Benedikt Sigurðarson skrifar
11. desember 2025 | kl. 10:00

Eftir Hrun

Benedikt Sigurðarson skrifar
10. desember 2025 | kl. 13:00