Fara í efni
Umræðan

Opið bréf vegna greinar Hjörleifs

Opið bréf til Brynjólfs Ingvarssonar, geðlæknis, Málfríðar Þórðardóttur, ljósmóður, Jóns Hjaltasonar, sagnfræðings og annarra frambjóðenda á lista Flokks fólksins á Akureyri og Jakobs Frímanns Magnússonar, alþingismanns, tónlistarmanns og kvikmyndargerðarmanns.

Kæru frambjóðendur Flokks Fólksins á Akureyri og alþingismaður.

Í gær birtist á vef akureyri.net grein þar sem Hjörleifur Hallgríms sem skipar heiðurssætið á listanum ykkar og stýrir kosningabaráttunni fyrir ykkur, níðir oddvita Kattaframboðsins, Snorra Ásmundsson, listamann svo um munar.

Hjörleifur Hallgríms sem skipar heiðurssætið á listanum ykkar og stýrir kosningabáttunni fyrir ykkur, er þekktur fyrir að skrifa níðgreinar um Akureyringa, sérstaklega þá sem hafa ekki búið hér á Akureyri alla sína ævi.

Mig langar að spyrja ykkur. Er þetta pólítíkin sem þið standið fyrir og ætlið að stunda þegar þið verðið kosin í bæjarstjórn á Akureyri eða á Alþingi Íslendinga?

Ég skora á ykkur þrjú, aðra frambjóðendur Flokks fólksins og Alþingismanninn ykkar, Jakob F. Magnússon, að koma fram opinberlega og fordæma þessa níðgrein um Snorra Ásmundsson, oddvita Kattaframboðsins og aðrar níðgreinar sem Hjörleifur Hallgríms hefur skrifað og mun skrifa um fólk.

Ég neita að trúa því að þið viljið standa fyrir svona málflutningi og kosningabaráttu.

Ég bið svo alla Akureyringa að kjósa með hjartanu í komandi bæjarstjórnarkosningum.

Ásgeir Ólafsson Lie skipar 2. sæti á lista Kattaframboðsins á Akureyri

Meira fyrir minna

Sigurjón Þórðarson skrifar
14. ágúst 2025 | kl. 14:00

Kveikjum á kerti fremur en að kvarta yfir myrkrinu

Rúnar Sigþórsson skrifar
07. ágúst 2025 | kl. 11:00

Væri ekki hlaupið út aftur

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
05. ágúst 2025 | kl. 19:00

Aðflugsljós við Leiruveg

Víðir Gíslason skrifar
30. júlí 2025 | kl. 15:30

Mikilvægara en veiðigjöldin

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
09. júlí 2025 | kl. 15:00

Að klára verkefnin – hvað er í gangi á Ásnum ?

Jón Stefán Jónsson skrifar
07. júlí 2025 | kl. 08:50