Fara í efni
Umræðan

Mótmæli MA-inga

Í lýðveldi eiga skoðanir að skipta máli, en skoðanir nemenda og starfsfólks Menntaskólans á Akureyri voru augljóslega hæstvirtum ráðherra ekki í huga þegar hann tók þá ákvörðun að sameina skyldi Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann á Akureyri.
 
Í byrjun árs sat ég fyrir hönd nemenda í skólanefnd MA og var okkur kynnt sú vinna sem að Mennta- og barnamálaráðuneytið var þá að setja í gang, að skoða meiri samvinnu skólanna eða jafnvel að sameina þá. Þegar þessi vinna var kynnt vorum við jafnframt fullvissuð um að allar raddir fengju að heyrast, en svo er greinilega ekki. Á fundi sínum í gær sagði ráðherra hreint út að skoðanir nemenda skiptu ekki máli í þessari ákvarðanatöku, að þeir fengju ekki að ráða hvort heldur hvernig vinnan fer fram, og hefðu til þess aðeins tvo mánuði.
 
Ég hef áhyggjur að þeim mörgu hefðum sem að við MA-ingar erum svo stolt af. Ég hef áhyggjur af sögu skóla sem er svo mikilvægur partur af lífi margra nýrra sem eldri nemenda. Ég hef áhyggjur af því að krakkar geti ekki fengið að velja eins þægilega og við gerum nú, sama leið hentar ekki endilega öllum.
 
Ég styð MA-inga í sínum mótmælum gegn þessari ákvörðun. Mótmælin eru hins vegar ekki vegna þess að MA-ingar líta niður á VMA-inga, þvert á móti. MA-ingar vilja aðeins passa upp á gildi, uppruna og sögu þessara merku menntastofnunar sem að MA er, og þeir mega svo sannarlega halda áfram að svara fyrir sig sjálfir.
 
Birgir Orri Ásgrímsson var Inspector scholae í MA skólaárið 2022 til 2023

75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu

Clara Ganslandt skrifar
09. maí 2025 | kl. 16:30

Stækkun og endurbætur á félagsaðstöðu í Víðilundi

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
08. maí 2025 | kl. 13:45

Líflínan

Ingibjörg Isaksen skrifar
07. maí 2025 | kl. 08:00

Samstaða, kjarkur og þor

Björn Snæbjörnsson skrifar
05. maí 2025 | kl. 15:00

Um nesti, fótbolta og fótbolta kvenna

Þór Karls skrifar
30. apríl 2025 | kl. 06:00

Afgangur og þrír þræðir jarðtengingar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 16:00