Mannlíf
Matarsmakk frá ýmsum löndum á Amtinu í dag
13.09.2025 kl. 08:30

Frá Alþjóðlega eldhúsinu á Amtsbókasafninu árið 2022. Mynd: Skapti Hallgrímsson
Innflytjendaráð á Akureyri og nágrenni býður í dag, laugardag, upp á matarsmakk frá ýmsum löndum á Amtsbókasafninu frá kl. 13.00 til 15.00. Aðgangur er ókeypis.
„Fólki af erlendum uppruna er gefið tækifæri til að elda hefðbundinn mat frá heimalandi sínu og kynna þessa rétti fyrir öllum sem mæta á viðburðinn,“ segir í tilkynningu frá Amtsbókasafninu. „Verkefnið stuðlar að inngildingu, fjölbreyttu mannlífi og skilningi milli ólíkra menninga- og tungumála- hópa frá mismunandi löndum og gefur innflytjendum kosti á að kynna menningu sina fyrir öðrum íbúum Akureyrar.“
Þetta er í áttunda skiptið sem Alþjóðlegt eldhús er haldið á Akureyri. Aðsókn hefur jafnan verið góð og viðburðurinn vel heppnaður; ástæða er til þess að hvetja fólk til að líta við og smakka.