Skemmtilegir jólagestir hjá Pétri og Brandi
AF BÓKUM – 58
Í dag skrifar Dagný Davíðsdóttir_ _ _
Í Jólagestum hjá Pétri lenda þeir félagar í smá slysi þegar þeir eru úti að undirbúa jólin á Þorláksmessu sem verður til þess að Pétur slasast og getur ekki haldið áfram að græja komandi jólahátíð. Þetta finnst Brandi auðvitað alveg fráleitt og trúir því að það komi engin jól fyrst það vantar jólatré, lútfisk og fleira. Pétur finnur nýjar leiðir til að gera jólalegt hjá þeim og svo fá þeir hvern gestinn á fætur öðrum sem hjálpa þeim að gera jólin dásamleg. Bókin fjallar um náungakærleik og hvernig líta má hlutina með öðrum augum.
Bækurnar um Pétur og Brand eru fyndnar og skemmtilegar að mati krakkana, með mörgum gamaldags orðum sem börnin spurja gjarnan út í en fyrst og fremst eru það myndskreytingarnar sem vekja mestan áhuga barnanna. Þær eru flóknar og það er mikið um að vera á hverri opnu, þú getur í raun alltaf fundið eitthvað nýtt því lengur sem þú horfir.
Við mælum með Jólagestum hjá Pétri um jólin - gleðileg jól!