Fara í efni
Umræðan

Kjósum Hlíðarfjall – um íþróttamannvirki og forgangsröðun

Kosningar nálgast og flestir flokkar eru í stórum dráttum með sömu áherslur og vilja gera allt fyrir alla – og allir elska ketti! Mikið er talað um skipulagsmál, frístundastyrki, leikskóla, aukna þjónustu, umhverfismál, miðbæinn, o.fl.

Hlíðarfjall er það „íþróttamannvirki“ bæjarins sem eitt og sér dregur til sín mestan fjölda gesta alls staðar að af landinu – hvort sem er keppnisfólk á skíðum og brettum, eða fjölskyldur og einstaklinga í skíðaferðum. Heimsóknir sem skilja eftir verkefni í bænum í formi fjölbreyttrar þjónustu við gesti. Uppbygging, viðhald og rekstur Hlíðarfjalls er því mikilvægt fyrir alla bæjarbúa. Slík uppbygging í Hlíðarfjalli er orðin verulega brýn bæði hvað varðar mannvirki og þjónustu.

M.v. samþykkta skýrslu um forgangsröðun í uppbyggingu íþróttamannvirkja á núverandi kjörtímabili þá er í raun komið að Hlíðarfjalli með byggingu þjónustuhúss. Slíku húsi er ætlað að þjóna starfsemi Hlíðarfjalls, gestum Fjallsins, starfsemi skíðaskóla, skíðaleigu og að vera löngu tímabær félagsaðstaða fyrir Skíðafélag Akureyrar.

Fyrrnefnd skýrsla um forgangsröðun íþróttamannvirkja var unnin af þverpólitískum hópi og var samþykkt samhljóða með atkvæðum allra bæjarstjórnarmeðlima í september 2020.

En hvað segja flokkarnir nú í aðdraganda kosninga um fyrirliggjandi stefnu um uppbyggingu íþróttamannvirkja og þjónustuhúss í Hlíðarfjalli?

Upplýsingar að neðan eru fengnar úr stefnuskrám flokka og blaðagreinum á kaffid.is og akureyri.net

 • Flokkur Fólksins – „elska Hlíðarfjall“ og vilja því vel.
 • Vinstri Græn - vilja halda áfram uppbyggingu skv. samkomulagi um forgangsröðun (kaffid.is) en ekkert kemur fram í stefnuskrá flokksins um uppbyggingu í Hlíðarfjalli.
 • Framsóknarflokkur - vilja klára þær uppbyggingar sem nú þegar eru á teikniborðinu og í framkvæmd, og efla hlutverk Hlíðarfjalls sem þjóðarleikvangs.
 • Sjálfstæðisflokkur - vilja flýta uppbyggingu á svæði Þórs og golfklúbbsins, sem þýðir að þau verkefni fara fram fyrir þjónustuhús í Hlíðarfjalli (kaffid.is)! Verður því væntanlega ekki unnið skv. fyrirliggjandi stefnu. Ekkert segir um uppbyggingu íþróttamannvirkja í helstu kosningaáherslum flokksins.
 • Samfylking - vilja halda áfram uppbyggingu skv. samkomulagi um forgangsröðun og byggja Hlíðarfjall upp sem heilsárs útivistarparadís, m.a. með byggingu nýs þjónustuhúss.
 • Miðflokkur - vilja hefja uppbygginu á svæði Þórs! Nefna ekki Hlíðarfjall eða almennt fyrirliggjandi stefnu í uppbyggingu íþróttamannvirkja í stefnuskrá sinni.
 • L – listinn - vilja halda áfram uppbyggingu skv. samkomulagi um forgangsröðun og styðja við Hlíðarfjall sem íþróttaleikvang og helsta segul Akureyrar í vetrarferðaþjónustu.
 • Kattaframboðið - tiltaka að tryggja þurfi gott aðgengi að íþróttamannvirkjum almennt. Velta upp hugmyndum um kláf upp á topp! Bygging þjónustuhúss ekki nefnd.
 • Píratar - vilja halda áfram uppbyggingu skv. samkomulagi um forgangsröðun.

Ég er fylgjandi allri skynsamlegri uppbyggingu íþróttamannvirkja í íþróttabænum Akureyri. Til þess að almenningur og allar íþróttagreinar sitji við sama borð er mikilvægt að vinna eftir fyrirliggjandi áætlun sem unnin var í samstarfi við íþróttafélögin í bænum og samþykkt samhljóða í bæjarstjórn í september 2020.

Kjósum með Hlíðarfjalli sem almennings íþróttaleikvangi og til áframhaldandi uppbyggingar ferðaþjónustu á Akureyri.

Gísli Einar Árnason - áhugamaður um pólitískar efndir og útivist í Hlíðarfjalli

Fylgiskjöl:

Hlekkur á skýrslu þverpólitísks starfshóps um uppbyggingu íþróttamannvirkja á Akureyri:

https://www.akureyri.is/static/files/forsida/lokaskjal_28102019_uppbygging-itrottamannvirkja.pdf

Forgangsröð íþróttamannvirkja eins og samþykkt af öllum flokkum í september 2020:

 1. Uppbygging á félagssvæði Nökkva við Höpnersbryggju
 2. Félags- og æfingaaðstaða í Skautahöll Akureyrar
 3. KA gervigras og súka
 4. KA félagsaðstaða
 5. Hlíðarfjall þjónustuhús
 6. Golf - vetraraðstaða
 7. Innisundlaug
 8. Þór - vestan við Bogann
 9. Þór íþróttahús
 10. Þór - gervigras á æfingasvæði
 11. KA íþróttahús

Áskorun vegna breytinga á geðþjónustu

Stjórn Geðverndarfélags Akureyrar skrifar
10. júlí 2024 | kl. 18:08

Nýja viðbyggingin við SAk

Hjörleifur Hallgríms Herbertsson skrifar
10. júlí 2024 | kl. 17:45

KS og Kjarnafæði Norðlenska

Gísli Sigurgeirsson skrifar
09. júlí 2024 | kl. 14:05

Ályktun Geðhjálpar vegna breytinga á þjónustu

Stjórn Geðhjálpar skrifar
06. júlí 2024 | kl. 06:00

Yfirlýsing varðandi breytingar á leikskólagjöldum

Anna Júlíusdóttir skrifar
05. júlí 2024 | kl. 11:45

Opið bréf til forseta Íslands

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
04. júlí 2024 | kl. 11:00