Fara í efni
Umræðan

Hefjum löngu tímabæra uppbygginu miðbæjarins

Uppbygging í miðbæ Akureyrar hefur verið mikið í umræðunni allt frá árinu 2004 þegar Ragnar Sverrisson kaupmaður fékk til liðs við sig tólf fyrirtæki og stofnuðu Akureyri í öndvegi. Fyrirtækin vildu festa betur í sessi það hlutverk miðbæjarins á Akureyri að vera þungamiðja menningar, menntunar, viðskipta og þjónustu utan höfuðborgarsvæðisins.

Mikið samráð var haft við íbúa og fulltrúa atvinnulífsins og meðal annars haldið samráðsþing þar sem yfir 1.600 íbúar mættu, en auk þess voru haldnir margir vinnufundir með hagaðilum. Í kjölfarið var árið 2005 haldin hugmyndasamkeppni um uppbyggingu miðbæjarins en alls bárust 147 tillögur frá um 40 löndum. Graeme Massie Architects frá Skotlandi hlutu fyrstu verðlaun og í kjölfarið hélt vinnan áfram við að þróa hugmyndina í samstarfi við bæjaryfirvöld. Árið 2010 lá fyrir nýtt og metnaðarfullt skipulag, sem var þó ekki samþykkt í bæjarstjórn vegna ýmissa deilna, þá ekki síst vegna umræðu um hið margfræga síki.

Árið 2012 hófst endurskoðun á skipulaginu sem kynnt var árið 2013 og var þá síkið ekki lengur inn í skipulaginu. Það skipulag var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn rétt fyrir kosningar árið 2014. Á því kjörtímabili sem tók við var þó enn tekist á um málið á hinum pólitíska vettvangi og ekki hafist handa við helstu framkvæmdir og úthlutun lóða í miðbænum.

Eftir síðustu kosningar árið 2018 hófust á ný umræður um miðbæjarskipulagið og ljóst að meirihluti bæjarstjórnar var ekki reiðubúinn að hefja framkvæmdir og úthlutun lóða í samræmi við gildandi skipulag. Eftir töluverðar umræður náðist samkomulag um að skipa pólitískan stýrihóp með fulltrúum allra flokka í bæjarstjórn og markmiðið skýrt: að finna leið til þess að uppbygging í miðbænum gæti hafist hið allra fyrsta. Nú liggur niðurstaða þeirrar vinnu fyrir og ljóst að flestir þurftu að gera einhverja málamiðlun og enn eru skiptar skoðanir um ýmis atriði skipulagsins. Niðurstaða þeirrar vinnu verður kynnt á rafrænum íbúafundi á facebook síðu Akureyrarbæjar n.k. fimmtudag kl. 17:00.

Sá veruleiki blasir við okkur þegar jafn mikilvægt verkefni og uppbygging miðbæjarins er annars vegar, þá er óraunhæft að allir verði sammála um hvern einasta hluta skipulagsins. Síðustu sextán árin hefur ómæld vinna og fjármagn verið sett í að undirbúa uppbyggingu miðbæjarins, skýrslur gerðar, fundir haldnir, sérfræðingar fengnir að borðinu og nefndir skipaðar. Nú er mál að linni og að uppbygging miðbæjarins hefjist án frekari tafa.

Hilda Jana Gísladóttir er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður stýrihóps um uppbyggingu miðbæjar Akureyrar.

Fyrsti þjónustusamningur Akureyrarbæjar við Grófina geðrækt!

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifar
22. nóvember 2023 | kl. 15:45

Sammála en þó á móti

Jón Hjaltason skrifar
20. nóvember 2023 | kl. 17:40

Áhugaverð hugmynd að nýtingu Tjaldsvæðisreitsins

Benedikt Sigurðarson skrifar
18. nóvember 2023 | kl. 15:00

Vakning um ofbeldi gagnvart verslunarfólki

Eiður Stefánsson skrifar
17. nóvember 2023 | kl. 12:35

Erfið staða bænda nú er okkur sem samfélagi að kenna

Hólmgeir Karlsson skrifar
15. nóvember 2023 | kl. 10:00

Sex gjaldfrjálsir klukkutímar og tekjutenging

Hulda Elma Eysteinsdóttir skrifar
10. nóvember 2023 | kl. 17:25