Fara í efni
Umræðan

Gjaldfrjáls Vaðlaheiðargöng!

Vegakerfið okkar hefur frá öndverðu verið almannagæði.

Það er að segja það hefur verið fjármagnað með útgjöldum ríkisins og allir Íslendingar eru frjálsir ferða sinna um það án þess að greiða sérgjöld fyrir. Í dag eru Vaðlaheiðargöngin eina undantekningin á þessu æskilega fyrirkomulagi, þess vegna þurfum við að endurheimta Vaðlaheiðargöng. Það eru hin einföldu og eðlilegu rök.

Þjóðin hefur með samtakamætti sínum unnið mikið afrek í vegagerð. Bílvegir voru lagðir um allt land, hringvegurinn kom sem og lagning varanlegs slitlags á flestum vegum. Brýrnar á Skeiðarársandi voru stórhuga afrek og allt þetta gat þjóðin gert með samtakamætti sínum og það þótti sjálfsagt að vegakerfið væri gjaldfrjálst.

Fyrirhuguð er stórfelld aðför á þessi lífsgæði almennings. Núverandi ríkistjórn hefur samþykkt lög sem gera umfangsmikla einkarekstrarvæðingu í vegakerfinu mögulega með vegatollum. Þessu fylgja lántökur hjá einkaaðilum sem verða mun dýrari en heldur en að ríkið lánar sér sjálfu, því getur engin mótmælt lengur eftir að efnahagsaðgerðir vegna Covid farsóttarinnar liggja fyrir.

Það verður að draga þá óþægilegu staðreynd fram í dagsljósið að forystuflokkar þessa máls í núverandi ríkistjórn eru Framsóknarflokkurinn og Vinstri grænir. Það er í samgönguráðuneyti Sigurðar Inga, formanns Framsóknarflokksins, sem þessi illræmdu lög verða til og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins og talsmaður fyrir þessum grundvallarbreytingum á vegaframkvæmdum í landinu, í anda nýfrjálshyggju er þingmaður VG, Ari Trausti Guðmundsson. Vissulega er þetta líka stefna Sjálfstæðisflokksins en hér eru Framsóknarflokkurinn og VG í forystu. Þeir kjósendur sem ekki vilja einkarekstur í vegakerfinu ættu að hafa það í huga í kjörklefanum 25. september.

Gegn þessu þarf að berjast af öllu afli.

Mikil þörf er fyrir stórframkvæmdir í Norðausturkjördæmi bæði á Austurlandi og í Fjallabyggð. Viljum við að ný jarðgöng verði einkarekin og með íþyngjandi vegatollum? Ég segi nei! Og Sósíalistaflokkurinn segir nei og þvert nei!

Í stað þess að tapa fyrir einkavæðingaröflunum þurfum við að snúa vörn í sókn um það snúast kosningarnar í september þá gefst tækifæri á að setja x við J.

Sósíalistaflokkurinn vill að samgöngumannvirki og rekstur þeirra séu í eigu þjóðarinnar. Að jarðgöng, brýr og vegir séu öllum aðgengilegir án gjaldtöku og veggjöldum verið alfarið hafnað.

Samgöngumál: https://sosialistaflokkurinn.is/malefnaflokkar/samgongumal/

Haraldur Ingi Haraldsson er í 1. sæti á lista Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 25. september.

Kennaradeilan haustið 2024

Ólafur Kjartansson skrifar
14. október 2024 | kl. 09:00

Opið bréf til borgarstjóra Reykjavíkurborgar

Hlín Bolladóttir skrifar
13. október 2024 | kl. 18:30

Fullkomlega óskiljanlegt

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
12. október 2024 | kl. 17:30

Sam­eigin­legt verk­efni okkar allra

Ingibjörg Isaksen skrifar
11. október 2024 | kl. 19:50

Með fjöreggið í höndunum

Hlín Bolladóttir skrifar
11. október 2024 | kl. 16:15

Kostnaður ofbeldis

Alfa Jóhannsdóttir skrifar
11. október 2024 | kl. 14:45