Fara í efni
Fréttir

„Við erum komnir til að sjá og sigra ...“

Framsóknargleði! Jóhannes Geir Sigurgeirsson, fyrrverandi alþingismaður, Ingibjörg Ólöf Isaksen, nýr þingmaður og líklega fyrsti þingmaður kjördæmisins, og Guðmundur Baldvin Guðmundsson, oddviti flokksins í bæjarstjórn Akureyrar. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Framsóknarmenn bæta við sig verulegu fylgi og fá þrjá þingmenn í Norðausturkjördæmi, eins og staðan var klukkan hálf tvö í nótt. Ingibjörg Isaksen, nýr oddviti flokksins, verður 1. þingmaður kjördæmisins.

Flokkur fólksins hlaut einnig góðan hljómgrunn, eins og víða annars staðar, og Jakob Frímann Magnússon verður þingmaður flokksins, sá fyrsti í Norðausturkjördæmi. Sjálfstæðisflokkurinn fær heldur minna fylgi en í síðustu kosningum en verður áfram með tvo þingmenn í kjördæminu, jafnvel þrjá. VG virðist ætla að  missa annan þingmann flokksins, svo og Samfylkinginin og Miðflokkurinn einnig. Eiríkur Björg Björgvinsson virðist hinsvegar á leið inn á þing fyrir Viðreisn.

„Við erum komnir til að sjá og sigra – Sigurjón digra ...“ söng Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, alsæl eftir að fyrstu tölur voru birtar og á sá kunni söngur Stuðmanna úr kvikmyndinni Með allt á hreinu vel við þar sem nýr liðsmaður þingflokks hennar er Stuðmaðurinn Jakob Frímann.

Nánar síðar

Smellið hér til að fylgjast með beinni útsendingu RÚV

Smellið hér til að sjá kosningaumfjöllun mbl.is

Jakob Frímann Magnússon á kosningvöku Flokks fólksins á Hótel KEA. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.

Berglind Ósk Guðmundsdóttir, nýr þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Njáll Trausti Friðbertsson, oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi.