Fara í efni
Umræðan

Gerum betur í umhverfis- og loftslagsmálum – fyrir okkur öll!

Það er sannarlega margt sem við Akureyringar getum verið stolt af þegar kemur að umhverfismálum. Við erum til að mynda í fararbroddi þegar kemur að flokkun sorps og nýtingu þeirra auðlinda sem í þeim felast. Þá var nýverið samþykkt ný umhverfis- og loftslagsstefna sveitarfélagsins sem er sannarlega fagnaðarefni. Við í Samfylkingunni ætlum að halda áfram á þessari braut og gera enn betur á næsta kjörtímabili.

Ástæða þess að við teljum þörf á að gera enn betur er sú að aðgerðir sem lúta að umhverfismálum hafa aldrei fyrr verið jafn knýjandi fyrir okkur öll og nú. Sérstaklega er mikilvægt að sveitarfélagið beiti sér með markvissum hætti í loftslagsmálum og þarf þar að horfa sérstaklega til aðgerða sem bæta loftgæði, draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka kolefnisbindingu. Þá þarf einnig að ráðast í aðlögunaraðgerðir vegna breytinga á loftslagi, svo sem vegna hækkandi sjávarmáls og aukinna öfga í veðri.

Samfylkingin ætlar að ráðast í þarfar samgöngubætur, eins og uppbyggingu hjólastíga í samræmi við samþykkt stígaskipulag bæjarins og styrkingu almenningssamgangna, með það fyrir augum að draga úr bílaumferð og minnka þá mengun sem hún hefur í för með sér. Á sama tíma blasir við þörfin á heildarendurskoðun sorpmála, þéttingu byggðar og bættri stafrænni þjónustu sem bæði dregur úr kostnaði og minnkar um leið ferðaþörf. Staðreyndin er nefnilega sú að orkuskipti, breyttar ferðavenjur, minni úrgangur, græn nýsköpun og atvinnuuppbygging er ekki aðeins góð fyrir umhverfið heldur er það einnig hagkvæmt fyrir okkur öll.

Áfram Akureyri - fyrir okkur öll!

Sindri Kristjánsson skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar á Akureyri fyrir kosningarnar 14. maí.

Hjúkrunarheimili á Akureyri: Óþolandi staða

Hilda Jana Gísladóttir skrifar
20. júní 2024 | kl. 13:50

Ert þú í tengslum?

Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
14. júní 2024 | kl. 08:58

Lærðu að nota nalaxone nefúða, það getur bjargað lífi

Ingibjörg Halldórsdóttir skrifar
07. júní 2024 | kl. 11:15

Þingmenn opnið augun ­og finnið kjarkinn

Jón Hjaltason skrifar
05. júní 2024 | kl. 15:10

Hvað er að frétta í lífi án frétta?

Skúli Bragi Geirdal skrifar
05. júní 2024 | kl. 12:00

Gaza - Almenningur og stjórnvöld á Íslandi verða að ná samstöðu

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
04. júní 2024 | kl. 16:40