Fara í efni
Íþróttir

Gamla íþróttamyndin II – ÍBA lið í handbolta

GAMLA ÍÞRÓTTAMYNDIN – II

Lesendur brugðust skemmtilega við fyrstu gömlu íþróttamyndinni sem birtist á Akureyri.net síðastliðinn laugardag. Þar púttaði Jóhann Þorkelsson héraðslæknir á gamla golfvellinum við Þórunnarstræti á Akureyri.

Leiknum er nú haldið áfram og svo verður á hverjum laugardegi. Á mynd dagsins er kvennalið Íþróttabandalags Akureyrar (ÍBA) í handknattleik fyrir margt löngu.

Þekkirðu nöfn leikmannanna? Veistu hvar og hvenær myndin var tekin? Kanntu jafnvel einhverjar sögur af þessu eða öðrum kvennaliðum ÍBA í handbolta?

Ritstjóri Akureyri.net þykist þekkja nokkra leikmenn í sjón en biðlar til lesenda að skoða myndina gaumgæfilega og leggja höfuðið í bleyti.

Vinsamlega sendið allar upplýsingar á netfangið skapti@akureyri.net – það væri ómetanlegt aðstoð í þeirri viðleitni að safna saman sem mestum fróðleik um íþróttalífið í bænum á árum áður.