Fara í efni
Íþróttir

Ungir akureyrskir badmintondrengir

GAMLA ÍÞRÓTTAMYNDIN – XXVII

Akureyringar hafa stundað badminton til fjölmargra ára, oft þó með töluverðum hléum eða af mismiklum þrótti. Á gömlu íþróttamyndinni þessa vikuna er hópur ungra badmintondrengja á æfingu seint á síðustu öld. Ritstjóri Akureyri.net þekkir nokkra þeirra mætavel en gefur þó ekki upp neinar upplýsingar að sinni aðrar en þær að á myndinni eru strákar sem mjög vel eru þekktir fyrir afrek í annarri íþrótt. Kannastu við einhvern þessara drengja? Kanntu jafnvel einhverjar skemmtilegar sögur úr akureyrskum badmintonheimi sem gaman væri að halda til haga?

Lesendur eru hvattir til að senda upplýsingar á netfangið skapti@akureyri.net og þær verða birtar við tækifæri.