Fara í efni
Pistlar

Ekkert vandamál er of lítið eða stórt

Rauði krossinn - III

Hjá Hjálparsímanum 1717 og netspjallinu 1717.is er alltaf opið, trúnaði og nafnleynd er heitið og þjónustan er ókeypis.

Ekkert vandamál er of lítið eða stórt fyrir Hjálparsímann 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is en árlega berast um 15 þúsund erindi sem eru jafn ólík og þau eru mörg. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri sjá um að svara þeim samtölum sem berast. Hægt er að hafa samband vegna alls þess sem fólki liggur á hjarta og fá sálfélagslegan stuðning, ráðgjöf, hlustun og upplýsingar um þau úrræði sem í boði eru í íslensku samfélagi.

Hjálparsíminn 1717 er opinn alla daga ársins, allan sólarhringinn og er svörun að mestu sinnt af sjálfboðaliðum sem öll hafa farið í gegnum yfirgripsmikil námskeið um það sem snýr að störfum 1717 s.s. sálrænan stuðning, virka hlustun og viðbrögð við mismunandi aðstæðum, auk þess sem reglulega er boðið upp á handleiðslu og fræðslufundi. Um 95 manna hópur starfar við símsvörun og spjall hjá Hjálparsímanum 1717 og netspjalli Rauða krossins 1717.is, þar af 12 á Akureyri. Reglulega eru haldin námskeið fyrir nýja sjálfboðaliða á Akureyri.

Dæmi um erindi sem koma inn til Hjálparsímans eru einmanaleiki, þunglyndi, kvíði, sjálfsvígshugsanir, sjálfskaði, átraskanir, geðraskanir, sorg, áföll, fjármál, námsörðugleikar, húsnæðisvandamál, atvinnuleysi, rifrildi, ástarmál, fordómar, barnaverndarmál, kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi og einelti, heilbrigðisvandamál, neysla, fíknivandi, kynferðismál, kynlíf, getnaðarvarnir og kynsjúkdómar. Þessi listi er á engan hátt tæmandi því hlutverk Hjálparsímans 1717 er mjög víðtækt í þeim skilningi að vera til staðar fyrir öll þau sem þurfa að ræða sín hjartans mál í trúnaði og einlægni við hlutlausan aðila. Ekkert er Hjálparsímanum óviðkomandi.

Rauði krossinn á Íslandi leggur metnað í að hafa ávallt vel þjálfaða sjálfboðaliða sem sinna fjölbreyttum verkefnum og starfa eftir grundvallarhugsjónum Rauða krossins. Ef þú vilt vera sjálfboðaliði hjá 1717 eða taka þátt í öðrum verkefnum Rauða krossins getur þú fyllt út umsókn á vefnum okkar www.raudikrossinn.is, haft samband með tölvupósti á sandrab@redcross.is eða hringt í síma 570-4270.

Vinur

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
27. nóvember 2023 | kl. 11:30

Skimun

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
25. nóvember 2023 | kl. 14:00

Tré frá tímum risaeðla: Köngulpálmar

Sigurður Arnarson skrifar
22. nóvember 2023 | kl. 09:50

Haustátakið í fullum gangi

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
22. nóvember 2023 | kl. 06:00

Þríhjól

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
20. nóvember 2023 | kl. 11:30

Fyrirtaks fjölskyldusýning

Aðalsteinn Bergdal skrifar
20. nóvember 2023 | kl. 09:00