Einar Árni og Sonja Lí íþróttafólk SKA 2025
Skíðafélag Akureyrar hefur valið íþróttafólk úr sínum röðum fyrir árið 2025. Sonja Lí Kristinsdóttir og Einar Árni Gíslason þóttu hafa skarað fram úr og hljóta þessa útnefningu hjá Skíðafélaginu. Tilkynnt var um valið á haustfundi félagsins.
Á vef SKA er talin upp helstu atriði frá skíðaárinu hjá þessum fulltrúum félagsins:
Sonja Lí Kristinsdóttir keppir í Alpagreinum.
-
Hún tók þátt á heimsmeistaramóti unglinga í Tarvisio Ítalíu.
-
Lenti í 9. sæti í svigi á FIS-móti í Vassfjellt í ferbrúar.
-
Íslandsmeistari í svigi á Skíðamóti Íslands.
-
Nýkomin úr meiðslum síðasta keppnistímabil.
-
Æfir í Noregi með NTG í Geilo.
Einar Árni Gíslason keppir í skíðagöngu.
-
Hann er bikarmeistari SKÍ í karlaflokki.
-
Varð í 2. og 3. sæti i einstaklingsgöngugreinum á Skíðamóti Íslands sem fram fór í Hlíðarfjalli.
-
Tók þátt í heimsmeistaramótinu í skíðagöngu sem fram fór í Þrándheimi í Noregi.
-
Er í Blandsliði í skíðagöngu.
-
Æfir í Noregi.