Íþróttir
Brettanámskeið SKA fyrir nýliða
12.12.2025 kl. 17:00
Mynd: Ármann Hinrik
Brettadeild Skíðafélags Akureyrar býður nýliða hjartanlega velkomna á spennandi brettanámskeið dagana 16.–18. desember, að því er kemur fram í tilkynningu frá deildinni. Kennslan fer fram alla þrjá dagana frá kl. 17:15–18:45 og hentar öllum sem vilja stíga sín fyrstu skref á bretti, eins og það er orðað.
Námskeiðið kostar 10.700 krónur – búnaður innifalinn fyrir þá sem þurfa. Búnaðurinn kemur frá skíða/brettaleigu Fjallakofans.
„Mikilvægt er að sækja og máta búnaðinn mánudaginn 15. desember í skíðaleigu Fjallakofans. Skila má búnaðinum föstudaginn 20. desember. Ef þátttakendur ákveða að fjárfesta í búnaðinum sem þau hafa prófað, getur upphæðin 10.700 kr. gengið upp í kaupverðið – frábær leið til að stíga fyrsta skrefið inn í brettaheiminn! Skráning er opin til 14. desember,“ segir í tilkynningunni.