Fara í efni
Íþróttir

Búið að nafngreina alla ungu Þórsarana

Mynd: Páll A. Pálsson

Þessi stórskemmtilega mynd birtist á Akureyri.net fyrir nokkrum vikum sem 12. gamla íþróttamyndin. Þetta eru knattspyrnudrengir úr Þór sumarið 1973, 12 og 13 ára gamlir. Myndina tók Páll A. Pálsson ljósmyndari á Akureyrarvelli.

Nú hefur tekist að nafngreina alla drengina.

Aftari röð frá vinstri:  Ólafur Grétarsson, Rúnar Steingrímsson, Magnús Helgason, Kjartan Snorrason, Jón Hámundur Marinósson, Emil Valgarðsson, Nói Björnsson, Hermann Guðmundsson, Jón Már Jónsson og Þröstur Guðjónsson þjálfari.

Fremri röð frá vinstri: Helgi Sigurðsson, Erlingur Jón Valgarðsson, Jónas Róbertsson, Páll Pálsson, Davíð Ómar Þorsteinsson, Haukur Hannesson, Atli Örn Jónsson og  Aðalbjörn Svanlaugsson.

Nokkrir þessara stráka léku síðar með meistaraflokki Þórs í knattspyrnu, þeir Rúnar, Magnús, Jón Hámundur, Davíð, Jónas og Nói – tveir þeir síðarnefndu lengst og mest. Nói var lengi fyrirliði liðsins og hann er nú formaður Íþróttafélagsins Þórs.