Mannlíf
														
Brugðið á leik á Amtsbókasafninu
											
									
		30.11.2022 kl. 06:00
		
							
				
			
			
		
											
									Starfsmenn Amtsbókasafnsins á Akureyri hafa brugðið á leik upp á síðkastið til að vekja athygli á starfseminni með því að taka bráðskemmtilegar myndir og birta á Facebook síðu safnsins. Þar leika bækur stórt hlutverk og er auðvitað við hæfi, en starfsfólkið sjálft líka. Bókarkápa og starfsmaður verða eitt, ef svo má segja.
Sjón er sögu ríkari!
- Vert er að geta þess í leiðinni að tvö kvöld í viku er opið á bókasafninu til klukkan 22.00; á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum. Svo hefur verið í nóvember og verður til 15. desember.
 





Svala Hrönn Sveinsdóttir tilbúin í myndatöku, Hörður Ingi Stefánsson stjórnar „vindvélinni“.
