Fara í efni
Minningargreinar

Sigríður Halldóra Hermannsdóttir – lífshlaupið

Sigríður Halldóra Hermannsdóttir fæddist á Akureyri 8. september 1930. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð þann 23. janúar sl.

Sigríður var dóttir hjónanna Önnu Halldórsdóttur og Hermanns Ingimundarsonar. Albróðir hennar er Ingólfur Hermannsson. Systkini sammæðra voru Ingibjörg Sigurðardóttir og Sigurður Sigurðsson. Bræður hennar samfeðra voru Kári Hermannsson og Benedikt Hermannsson.

Sigríður giftist Ara Rögnvaldssyni frá Siglufirði 26. desember 1952. Ari lést árið 2020. Þeim fæddist fyrsta barnið 1956, Anna Guðný, gift Ásgeiri H. Steingrímssyni og eiga þau tvær dætur, Auði Karitas og Örnu Sigríði og barnabörnin eru tvö. Hermann Ingi er fæddur 1957, í sambandi við Maríu Grenó, en hann á Ara Frey og Jón Atla og fjögur barnabörn. Ingibjörg, fædd 1960 er gift Trausta Guðmundssyni. Hún á Sigurð Ara og saman eiga þau Elmar Ás, barnabörn þeirra eru fjögur. Sigríður Matthildur, fædd 1963 er gift Sindra Má Heimissyni og eiga þau Sindra Rafn, Dag og Valborgu Sunnu. Barnabörn þeirra eru tvö.

Sigga Dóra fór hefðbundna leið í skólagöngu, í barnaskóla, Gagnfræðaskóla Akureyrar og síðar Húsmæðraskólann á Akureyri. Hún hóf ung verslunarstörf sem segja má að hafi verið hennar líf og yndi alla tíð. Hún talaði oft um Kristjánsbakarí og sumarvinnuna þar. Svo tók við bókabúð Axels Kristjánssonar sem hún minntist alltaf með blik í auga. Sigga Dóra vann hjá Kaupfélagi verkamanna um árabil en lengst af hjá KEA í matvöruverslun.

Útför Sigríðar Halldóru verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag, mánudaginn 6. janúar, og hefst athöfnin kl. 13.00.

Ásta Þórunn Þráinsdóttir

Gunnlaugur Þráinsson skrifar
13. september 2024 | kl. 17:00

Petra Benedikta Kristjánsdóttir

Vilhjálmur Geir Kristjánsson skrifar
26. ágúst 2024 | kl. 06:01

Petra Benedikta Kristjánsdóttir

Sigfús Ólafur Helgason skrifar
26. ágúst 2024 | kl. 06:01

Ingibjörg Gústavsdóttir

Úlfar Bragason skrifar
19. ágúst 2024 | kl. 06:00