Fara í efni
Minningargreinar

Sig­ur­laug Þóra Gunn­ars­dótt­ir – lífshlaupið

Sig­ur­laug Þóra Gunn­ars­dótt­ir fædd­ist á Ak­ur­eyri 8. des­em­ber 1950. Hún lést 19. fe­brú­ar 2024.

For­eldr­ar henn­ar eru Gunn­ar J. Sig­ur­jóns­son, f. 3. ág­úst 1925, d. 28. ág­úst 2004, og Jó­hanna S. Tóm­as­dótt­ir, f. 19. apríl 1929, bú­sett á Ak­ur­eyri.

Systkini henn­ar eru: Tryggvi, Gunn­ar, Sig­ríður Dóra, Sig­ur­jón, Gunn­hild­ur og Tóm­as.

Börn Sig­ur­laug­ar eru: 1) Hanna Gunn­ur Sveins­dótt­ir, f. 16. janú­ar 1973, maki Jón Thor­ar­en­sen. Börn þeirra eru Friðrik Ingi, Stein­ar Logi, Elm­ar Þór, Atli Gunn­ar og María Rún. 2) Sig­ur­jón Þór Vign­is­son, f. 9. sept­em­ber 1982, maki Jón­ína Mar­grét Guðbjarts­dótt­ir. Börn þeirra eru Freyja Rán og Jónatan Þór. 3) Stefán Ólaf­ur Vign­is­son, f. 29. júní 1984, maki María Sig­ríður Sig­fús­dótt­ir. Dæt­ur þeirra eru Elísa­bet Aðal­heiður, Júlía Sum­ar­rós og Sonja Katrín.

Lang­ömmu­dreng­irn­ir eru Bastí­an Logi, Jök­ull Moli og Aron Þórður, og einn rétt ófædd­ur.

Sig­ur­laug starfaði lengst af hjá Rarik og svo Pósti og síma sem síðar varð Póst­ur­inn, var flokks­stjóri til margra ára, hún lauk starfs­aldri sín­um þar. Hún var trúnaðarmaður póst­manna­fé­lags­ins um tíma og tók þátt í fé­lags­starfi stétt­ar­fé­lags­ins.

Alla tíð var hún í miklu fé­lags­starfi. Hún var virk­ur fé­lags­maður í Fram­sókn­ar­flokkn­um í tugi ára og sinnti ýms­um nefnd­ar- og trúnaðar­störf­um fyr­ir flokk­inn og vann þar gjöf­ult starf fram á síðasta dag. Sat í miðstjórn flokks­ins, kjör­stjórn NA-kjör­dæm­is, sat í lands­stjórn kvenna í fram­sókn fyr­ir Norðaust­ur­kjör­dæmi, einnig var hún sitj­andi stjórn­ar­maður í SEF, sam­bandi eldri fram­sókn­ar­manna, þegar hún lést. Hún sat í stjórn Ak­ur­eyr­ar­deild­ar KEA. Til margra ára var hún formaður Styrkt­ar­fé­lags fatlaðra eða þangað til það var sam­einað Þroska­hjálp. Hún var mik­ill stuðnings­maður Íþrótta­fé­lags­ins Þórs, spilaði hand­bolta fyr­ir fé­lagið á yngri árum og sat í stjórn ung­lingaráðs fé­lags­ins um ára­bil, og vann mikið sjálf­boðastarf fyr­ir fé­lagið á árum áður.

Útför henn­ar fer fram frá Ak­ur­eyr­ar­kirkju í dag, 4. mars 2024, klukk­an 13.00.

Gunnar Jóhann Gunnarsson

Freyja Rögnvaldsdóttir og Margrét Guðmundsdóttir skrifa
12. apríl 2024 | kl. 06:00

Gunnar Jóhann Gunnarsson

Tryggvi, Sigríður Dóra, Sigurjón, Gunnhildur Harpa og Tómas skrifa
12. apríl 2024 | kl. 06:00

Daníel Snorrason

Valur Ásmundsson skrifar
04. apríl 2024 | kl. 09:45

Daníel Snorrason

Björn Björnsson skrifar
04. apríl 2024 | kl. 06:05

Daníel Snorrason – lífshlaupið

04. apríl 2024 | kl. 06:00